Heimili og skóli - 01.08.1965, Page 26
Formaður K.F.U.K., Hanna Stefánsdótt-
ir, flutti því næst ávarp og strax á eftir
flutti formaður K.F.U.M. annað ávarp.
Helga Magnúsdóttir, skólastjóri ísaksskól-
ans í Reykjavík, söng einsöng við undir-
leik Jóns Viðar Guðlaugssonar, en þar á
eftir var sunginn sálmurinn: „Vér stöndum
á bjargi,“ eftir séra Friðrik Friðriksson,
stofnanda K.F.U.M. og K. á íslandi.
Hófst svo sjálf vígsluathöfnin, sem
vígslubiskupinn, séra Bjarni Jónsson, fram-
kvæmdi. Hélt hann snjalla ræðu og endaði
með sjálfri vígsluathöfninni.
Þá voru lesin upp tvö skeyti, sem kom-
in voru, þegar athöfnin bófst, en mörg
skeyti munu hafa borizt meðan athöfnin
stóð yfir.
Var nú lesin saga skálabyggingarinnar,
þakkir fluttar, og orðið síðan gefið
laust. Tók þá fyrstur til máls bæjarstjóri
Akureyrar, Magnús Guðjónsson, og síðan
margir aðrir ræðumenn og afhentu þeir
gjafir til skálans. Hátíðinni lauk með því
nð Gylfi Svavarsson flutti bæn.
Ollum viðstöddum var boðið til kaffi-
drykkju, og munu það hafa ver.ið um 200
manns.
Hér hafa tiltölulega fámenn félög leyst
af hendi mikið þrekvirki. En það sýnir að-
eins, hvað hægt er að gera, þegar sam-
takamáttur og fórnarlund hjálpast að. Það
er geysilegt starf, sem þessi fámennu fé-
lög hafa lagt fram með sjálfboðavinnu, og
það er gleðilegt að sjá þennan þegnskap
á tímum, þegar peningarnir stjórna heim-
inum. Það er þó til fólk, sem stjórnast af
öðrum háleitari hvötum en peningunum.
Hafi K.F.U.M. og K.F.U.K. á Akureyri
þökk fyrir.
TOLLFREYJUR
Það lítur út fyrir, að ný stétt muni vera
að skjóta hér upp kollinum, en það eru
konur, sem ráða sig til tollgæzlustarfa og
hafa verið nefndar „Tollfreyjur". Dag-
blöðin sögðu frá þessu fyrir nokkru, og
það með, að þrjár ungar stúlkur, nýút-
skrifaðir kennarar frá kennaraskólanum,
hefðu ráðið sig til þessara starfa. Við
þetta er ekkert að athuga, ef þetta á að-
eins að vera sumaratvinna, en nú, þegar
hálfgert neyðarástand ríkir vegna skorts
á lærðum kennurum, liggur við, að manni
hregði í brún, þegar kennslukonur ráða
sig til slíkra starfa. I viðtali, sem blaða-
maðurinn átti við þessar stúlkur, spurði
hann meðal annars: „Farið þið í kennslu
í vetur? Svar: Það er ekki afráðið enn,
en ólíklegt er, aS við byrjum á kennslu
strax. Það hefur nokkuð þótt við brenna
í seinni tíð, að nýútskrifaðir kennarar hafa
ráðið sig til annarra og óskyldra starfa,
og lengi vel var það trú manna, að þetta
gerðist aðeins vegna lélegra launa kenn-
arastéttarinnar. En þótt sú ástæða hafi
vafalaust ráðið miklu hér um, hefur hún
þó ekki ráðið öllu. Það hefur lengi verið
grunur minn, að hér lægi einnig annað á
bak við, en það er, að velja heldur léttari
störf en kennsluna. Kennslan er erfitt
starf, og margir eru þannig gerðir, að
þeir kjósa heldur léttara og ábyrgðarminna
starf. Jafnvel hið langa sumarleyfi kenn-
aranna hefur ekki getað vegið þarna á
móti. Kennarinn er undir smásjá margra
og til þeirra eru gerðar miklar kröfur og
margvíslegar. Það eru því flest störf létt-
ari og ábyrgðarminni en kennslustarfið.
Þetta er nú að verða enn ljósara, eftir að
kennaralaunin bötnuðu, þótt enn vanti þar
á, að þau geti talizt góð, samanborið við
erfiði og ábyrgð. Kennaramenntun er góð
menntun og til margra hluta nytsamleg, en
ég sé á eftir hverjum nýútskrifuðum kenn-
ara, sem hverfur að prófi loknu að öðr-
um störfum.
H. J. M.
70 HEIMILI OG SKOLI