Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 28

Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 28
Börn í sveitinni geta velt sér í grosinu, í skógarjaðrinum eða mejfram læknum. ir þjóta áfram. Karlmennirnir sanga iil vinnu sinnar. En hvert fara þeir? Hvað vinna þeir? Mamma og aðrar mæður ganga í búðir og verzla. Þær kaupa fryst- an fisk, mjólk og brauðböggul handa pabba til að hafa með sér. I kjörbúðinni þarf mamma ekki einu sinni að biðja um vör- urnar. Hún þarf við engan að tala, aðeins greiða við kassann. Mamma þekkir þarna fáa, því að vinir hennar og kunningjar búa enn heima í sveitinni. Kannski skipt- ist hún á nokkrum orðum v.ið nágranna- konuna á heimleiðinni. Veröld hinna fullorðnu hefur sjálfsagt alltaf verið börnunum undarleg á að líta. En þau hafa þó alltaf getað notað vinnu pabba og mömmu sem óþrjótandi efni í leiki sína, á meðan vinna foreldranna fór öll fram heima. Þetta lá allt ljóst fyrir börnum, sem uxu smátt og smátt inn í þessi störf. Barnið í dag á þess nú engan kost að læra af þessum störfum í veröld hinna fullorðnu. Það er búið að flækja þetta svo fyrir barninu og taka það frá því. Leikir barnanna bera þess æ ljósari merki. Líf þess hefur orðið fátækara vegna verri og verri skilyrða. Það sækir ekki lengur fyrirmyndir sínar til vinnu foreldranna. 72 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.