Heimili og skóli - 01.08.1965, Blaðsíða 30
leitast við með einhverjum hætti að byggja
brú yfir djúpið, sem nú skilur börnin frá
fullorðna fólkinu. Það verður að finna
börnunum einhvern stað í samfélagi borga
og bæja, þar sem þau geta treyst því, að
fullorðna fólkið hjálpi þeim til að skilja
hina undarlegu veröld sína.
Mannsbarnið byrjar að leika sér allar
þær stundir, sem það er vakandi og ef því
líður vel. Þegar því líður ekki illa af hungri
eða annarri vanlíðan og það finnur íil
ástúðar og umhyggju allt í kringum sig.
Og um leið byrjar það á sinn hátt að gera
athuganir á sjálfu sér og umhverfi sínu.
Á barnsaldrinum er leikurinn það mikil-
vægasta, sem börnin taka sér fyrir hend-
ur. Raunar vex maðurinn aldrei frá leikn-
um. Ef hann hefur einhverja afgangsorku,
notar hann hana til að leika sér eða fæst
við eitthvað, sem er skylt leiknum. Þess-
um athöfnum er raunar oft gefið annað
nafn, svo sem tómstundastörf, íþróttir,
leikhús og margt annað, sem veitir mann-
inum starfsgleði.
Tvcgsja ára snáði gctur margt.
Leikurinn kemur hálfósj álfrátt að inn-
an. Hann kemur af ósjálfráðri þörf fyrir
starf. Hann ræðst í hin ótrúlegustu stór-
virki og rífur niður allt, sem fyrir verður
og hindrunum veldur.
í starfi hins fullorðna er takmarkið hið
mikilvægasta, jafnvel í leik þeirra og tóm-
stundagamni, en árangurinn venjulega það,
sem stefnt er að. Hjá barninu er takmark-
ið minna virði en sjálfur leikurinn. Hann
er allt. Fullorðnum hættir oft við að grípa
inn í leiki barnanna til að sýna þeim,
hvernig hægt er að ná beztum árangri,
en um leið eyðileggja þeir oft leikinn fyr-
ir barninu, því að það vakir alls ekki fyrir
því að gera leikinn auðveldan. Barni kem-
ur alls ekki til hugar að gera leikinn hrað-
an eða fljótunninn. Barnið metur mest
sjálft starfið, tilraunirnar, breytileikann,
fjölbreytnina. Yfir því hvílir mestur ljómi.
í leikjum barna er eng.inn tími. Þau lifa
í andartakinu, utan þess hafa þau engar
áætlanir.
Þegar barnið leikur sér, er það svo al-
tekið af áhuga og gleði, sem veitir því
þrek, sem nær langt út yfir það, sem ann-
ars má vænta af börnum á þeirra aldri.
Við getum sem sé sjaldan eða aldrei feng-
ið barnið til að hlusta á okkur, ef okkar
takmark er til dæmis, að barnið eigi að
læra eitthvað af leiknum með hliðsjón af
framtíðinni. Jafnframt er barninu ókunn-
ugt um sína eigin þekkingu og getu til að
leggja traustan grundvöll undir allt það,
sem það á að læra og framkvæma á kom-
andi árum. Leikurinn færir barninu nýjar
og nýjar aðstæður og kemur því í sam-
band við veruleikann. 1 leiknum uppgötvar
barnið nýjan heim og þreifar þar fyrir
sér með getu sína. Finnur til sinna eigin
hæfileika og krafta, það rekur sig þá einn-
ig á takmörkin fyrir því, sem það getur
74 HEIMILI OG SKOLI