Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 31

Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 31
og getur ekki. Það öðlast reynzlu af um- hverfi sínu. Það uppgötvar nú þunga hluti og létta hluti, slétta og hrufótta, heita og kalda. Það uppgötvar að hlutirnir falla, renna, nema staðar. Það verður þess vart, að það má setja hlutina hvorn ofan á ann- an, við hlið hvors annars, leynast undir og á bak við hvorn annan. Það uppgötvar, að það má láta hlutina tákna eitthvað ann- að en þeir eru. Þau geta látið hlutina þjóna hvaða tilgangi sem er og eru í sam- ræmi við óskir barnsins. Það uppgötvar, að hlutirnir geta brotnað, slitnað, gleymst og fundist aftur. Það verður þess vart, að það sjálft getur klifrað, hoppað, að það getur borið hluti og misst þá, tekið þá upp, setið á einhverju, skriðið undir eitthvað, falið sig á bak við eitthvað, — að það getur ekki borið hluti, sem fullorðna fólkið getur borið, ekki náð eins hátt og full- orðna fólkið getur, — ekki hlaupið eins hratt og stærri börn geta, þau geta ekki fengið eldri börn og fullorðna til að sjá ímyndaða leikfélaga sína, eða fengið þá til að skilja það, sem þau í raun og veru vilja. I leiknum geta börnin gert tilraunir með alls konar hlutverk. T. d. að látast vera önnur manneskja en það er, dýr, hlut- ur. Þá geta hlutirnir leikið alls konar hlut- verk. Það er naumast til sá hlutur undir sól- inni, sem ekki má gera tilraunir með og rannsaka í leik. Allir möguleikar eru reynd- ir. Þó eru takmörkin hins ímyndaða og raunverulega rannsökuð. í Ieiknum getur barnið endurlifað at- burði, sem það var of óþroskað til að skilja áður, eða að það hafði ekki reynzlu og tækni til að geta framkvæmt. í leiknum getur barn,ið fundið lausnina, eða að minnsta kosti fengið útrás fyrir þær til- finningar, sem áður varð að byrgja inni. Ef barninu hefur verið neitað um eitt- hvað eða fullorðna fólkið hefur refsað þvír getur barnið nú svalað sér á að láta brúð- una sína kenna á vendinum. Þegar það flengir brúðuna, er ekki nauðsynlegt að líkja alveg eftir hinum fullorðnu. Barnið getur hýtt brúðuna, þó að það hafi aldrei þurft að kenna á vendinum sjálft. En til- finningar, sem orðið hefur að leyna, geta nú fengið útrás, t. d. með því að flengja brúðuna. I leiknum getur barnið lifað það, sem það hefði orðið að byrgja inni. bæði ótta, áhyggjur, ónotaða orku og sterk- ar tilfinningar. I leiknum getur barnið losn- að við mikið af því, sem hafði legið á hjarta þess. Börnin reyna einnig að láta leikinn svara þeim spurningum, sem þau hafa ekki fengið svar við. Sumir stríðsleikir barna eru einnig af þessum toga spunnir. Þegar barn af einhverjum ástæðum hef- ur orðið hrætt og ímyndunaraflið eykur óttann, stafar það oft af því, að barnið skilur ekki það, sem gerist í kringum það, stundum af einhverri sektartilfinningu, sem það hefur ekki getað losað sig við, kannskí frá ævintýrum og sögum, sem fullorðna fólkið hefur verið að segja því og það hefur ekki þroska til að skilja. Við allt þetta getur barnið losnað ef það fær t. d. að tala um það, teikna það, snúa þvi í leik. Með því móti léttir það á hjarta sínu, en bælir það ekki niður hið innra með sér. Vinna og leikur er í augum barnanna eitt og hið sama. „Truflaðu mig ekki, ég er að vinna,“ sagði fjögurra ára drengur, sem sat við borð og reyndi að teikna alls konar myndir á pappír. „Við erum að leika blómagarð,“ sagði sex ára drengur, sem pjakkað í moldina, gerði beð og sáði fræi. Húsverkin geta einnig orðið barninu HEIMILI QG SKÓLI 75

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.