Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 33

Heimili og skóli - 01.08.1965, Síða 33
I mörg: horn að líta Allir kennarar kannast við börnin, sem alltaf eru ókyrr í bekknum, eiga erfitt með að festa hugann við námið og taka því litlum framförum. Þessi börn spilla einnig andrúmsloftinu í bekknum, þannig, að þau trufla og raska jafnvæginu. Þegar svo ber við, hljóta að liggja til þess einhverjar or- sakir, einhver jafnvægisskortur hið innra með þessum börnum. Hugsanlegar orsakir til þessara hátta barnsins, geta legið í heim- ili þess, t. d. langvarandi óregla af ýmsu tagi, og er þá sjálfsagt að grennslast eftir því, ræða við foreldra og kynna sér að öðru leyti, hvernig barnið er heima fyrir, ef ekkert sérstakt kemur í ljós við þessa eftirgrennslan, er sjálfsagt að ráða foreldr- um til að fara með barnið til sálfræðings. Þá er það annað, sem oft vekur athygli kennara, en það eru börnin, sem alltaf eru syfjuð á morgnana og geyspandi fram eft- ir öllum morgni. Þessi börn eru jafnframt dauf og fjörlaus og fylgjast oft illa með kennslunni. Ástæðan fyr.ir þessu fjörleysi er oftast sú, að börnin hafa ekki fengið nægan svefn, hafa farið of seint að hátta. Venjulega fær kennarinn þarna litlu á- orkað, þótt hann hafi tal af foreldrunum. Þetta er heimilisvenja að fara seint að hátta og henni verður ekki breytt svo auð- veldlega. Það mætti þó hugsa sér að hægt væri að koma börnunum í rúmið, þótt full- orðna fólkið vekti eitthvað fram á kvöld- ið, en venjulega vaka börnin líka, nema þau allra yngstu þangað til fullorðna fólk- ið fer að hátta. Islenzk heimili, einkum þéttbýlisheimili, eiga ekki eins grónar erfðavenjur og fólkið í gömlum borgum. Islenzku heimilin eru ekki eins föst í sniðum, ekki eins mikill kastali og t. d. brezk heimili. Stundum er bíóferðum barna um að kenna, að þau komast ekki í rúmið, stund- um gestir, foreldrarnir kannski ekki heima. en líklega er algengasta orsökin rótgróin heimilisvenja. Um kvikmyndirnar er annars það að segja, að börn á skólaskyldualdri ættu alls- ekki að sækja kvöldsýningar kvikmynda- húsanna ef skóladagur er að morgni, ætti að vera alveg nægilegt að fara á laugar- dögum eða á dagsýningar á sunnudögunu Eg veit að það er erfitt fyrir einstaka for- eldra að taka sig þarna út úr, og líka erfitt fyrir börnin. Þó vona ég, að fjöldi heimila hafi svo mikið taumhald á börnum sínum, að þetta ætti að vera hægt. Margar kvik- myndir, þótt leyfðar séu börnum, hafa æsandi áhrif, og eru því ekki hollar geð- heilsu þeirra yfirleitt. Ég held annars, að okkur skorti geðrænt jafnvægi inn í uppeldið. Hávaðinn og hraðinn eru þar miklir friðarspillar, sem ná með áhr.ifum sínum alla leið inn í heim- ilin. Útvarpið er einn þessi friðarspillir, eða getur orðið það, ef það er ekki einnig sveigt undir heimilisagann eins og börnin. Ég held meira að segja, að sjálfur hávað- inn í útvarpinu sé farinn að gegna ein- hverju hlutverki í lífi manna. Ég endur- tek, sjálfur hávaðinn, án tillits til menn- HEIMILI OG SKÓLI 77

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.