Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 35

Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 35
 ANHELI KOH AfTUR SAGA FINNSKRAR STÚLKU, SEM VAR TÖKUBARN Á STRÍÐSÁRUM Sjálfsagt er að athuga fyrst, hvort ekki er hægt að hjálpa barninu, þar sem þaS er, svo aS ættland þess, fjölskylda og tungu- mál gleymist ekki. Annars getur þaS átt á hættu aS mæta miklum erfiSleikum eins og fram kemur í eftirfarandi frásögn af finnsku stúlkunni Anneli. ANNELI KEMUR. ÞaS var áriS 1942, um veturinn, þegar finnska stríSiS stóS yfir. I blöSunum var sagt frá neySinni hjá finnsku þjóSinni, einkum meSal barnanna, og mörg börn voru veik og höfSu þörf á aS komast í gott heimili í löndum, þar sem menn höfSu lífsnauSsynjar. I litla bænum okkar var sett á fót nefnd, sem átti aS útvega heim- ili handa vissum fjölda tökubarna, og viS hjónin gáfum okkur fram. ViS höfSum veriS í hjónabandi í átta ár og ekki eign- ast nein börn, svo aS viS álitum aS viS hefSum aSeins ánægju af, ef viS gætum hjálpaS litlum dreng eSa stúlku, sem þarfn- aðist heimilis. ViS hlökkuSum til, þegar barniS „okkar“ kæmi, en höfSum enga hugmynd um, hvaSa ábyrgS þaS er aS tengja svona litla veru viS heimiliS. ViS álitum, eins og allir aSrir, aS viS værum aS gera góSverk. Og þaS gerSum viS líka, en ... Þegar til kom fengum viS minnsta barn- iS, litla stúlku, tveggja og hálfs árs, sem hét Anneli. Ég man, eins og þaS væri í gær, dimmt, kalt vetrarkvöld, þegar fóstur- mæSur og feSur stóSu á járnbrautarstöS- inni og sáu börnin koma út úr lestinni. Þau höfSu merkispjald um hálsinn og aS- eins þau föt, sem þau stóSu í. Þau voru þreytt, óhrein og illa útlítandi. Hvernig gat annaS veriS eftir ferSalag í þrjú dægur, fyrst upp til Haparanda og niSur gegnum alla SvíþjóS og yfir hluta af Danmörku. En hvaS þaS var ánægjulegt aS fá svona litla stúlku á heimiliS til okkar. ViS byrj- uSum á aS þvo henni. LítiS rúm stóS reiSu- búiS, en þaS höfSum viS fengiS lánaS hjá mágkonu minni, matur var einnig íilbúinn, en Anneli hafSi enga lyst, og læknirinn frá RauSa krossinum, sem fylgt hafSi börn- unum, hafSi sagt, aS viS mættum ekki þvinga hana. ÞaS mundi lagast smám sam- an. Hún byrjaSi meS því aS sofa í átján stundir, og svo fengum viS hana til aS drekka mjólk meS tvíbökum, fransbrauSí og borSa ofurlítiS af eggjum og ávöxtum. MaSurinn minn hringdi heim til mín á hverjum degi, til aS heyra hvernig þaS gengi meS Anneli. Hún byrjaSi fljótlega aS tala sitt finnska barnamál, sem viS skildum ekki, en orSiS áiti, mamma, kom aftur og aftur, svo þaS var auSfundiS hvert hún hugsaSi. Þá tók ég hana í fangið og vaggaSi henni, þar til hún varS aftur ánægS ... ÞaS gekk vel meS fósturbarniS, hún fékk góSa lyst og varS brátt hraustleg og fjörug. Hún þyngdist svo mikiS, aS læknirinn ætl- aSi varla aS trúa því. En hún fékk nóg aS borSa. Hún gleymdi fljótt sínu eigin móS- urmáli og lærSi dönsku í staSinn, sumt af okkur og sumt af börnunum, sem hún lék sér viS. Fyrst var þaS ætlunin aS finnsku börnin HEIMILI OG SKÓLI 79

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.