Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 44

Heimili og skóli - 01.08.1965, Side 44
Brekut oq rit Skólaljóð. Kristján Gunnarsson tók sam- an. — Þetta eru hin vönduðustu og glæsi- legustu skólaljóð, sem íslenzk börn hafa nokkurn tíma fengið í hendur. Þetta er allstór bók, eða 252 blaðsíður. Þarna eru tekin Ijóð eftir 43 skáld, allt frá Hall- grími Péturssyni til Steins Steinarr, og allmörg kvæði eftir hvern höfund. Ljóð þessi eru ætluð 10, 11 og 12 ára börnum, svo og 13 og 14 ára börnum, eða út allt skyldustigið. Þó að fjöldi kvæða séu ætluð hverjum aldursflokki, er ekki ætlast til að þau læri þau öll. Skólaljóðum þessum fylgir allstórt kver þar sem gerð er nokkur grein fyrir ljóð- um hvers skálds, hvað út hefur komið eft- ir þau, ennfremur verkefni til vinnubóka- gerðar og loks orðaskýringar. Þá er og bent þarna á greinar, sem skrifaðar hafa verið um höfundinn. Það er mikill fengur að þessu hefti, ekki sízt, ef gera á bók- menntalega ritgerð um skáldið, en til þess ætlast höfundur. Þarna er því fenginn grundvöllur að bókmenntalegu vinnubóka- starfi í skólunum. Loksins fengum við þó góð Skólaljóð, sem hvert barn mun hafa ánægju af að fá handa á milli. Loks ber að geta þess, að bókin er mjög myndskreytt, ein eða fleiri myndir á hverri blaðsíðu. Myndirnar eru gerðar af Hall- dóri Péturssyni listamanni. Hvert skáld er tekið út af fyrir sig og hefst hver kafli á stuttri ævisögu skáldsins. Eg óska ekki aðeins skólunum til hamingju með þessa bók. Ég sé ekki betur en þau eigi heima í hverju heimilisbókasafni, svo og skýr- ingaheftið. H. J. M. SVARTUR BLETTUR I gamla daga var okkur bömunum sagt, að það kæmi svartur blettur á tungu okk- ar, ef við skrökvuðum. Þetta má til sanns vegar færa. En hann kemur líka á tung- una ef blótsyrði eru við höfð. Enginn sannmenntaður maður blótar. Það er eitt- hvað að sálarlífi þeirra manna, sem eru síblótandi. Fyrir utan það, hve heimsku- legt það er, er það óprýði á öllum, það er skortur á siðfágun, en siðfágun er á- vöxtur innri þroska. En svo ljótt, sem það er að heyra fullorðið fólk blóta, þá er það þó enn óhugnanlegra að heyra böm taka sér þessi orð í munn, kannski varla búin að læra að tala. En ef barnið heyrir aldrei blótsyrði á heimilinu, fullyrði ég að það verður ekki blótsamt, þegar það vex. Það heyrir að vísu blótsyrði á göt- um á almannafæri, og nota þau eitthvað, en það stendur ekki djúpt, og hverfur, þeg- ar barnið stækkar metr. Blótsyrði eru eins konar óþrif á mönnum, sem þarf að lækna eins og kláða og aðra slíka leiðindakvilla. Ráðið er einfalt: Blótið aldrei heima hjá ykkur, þar sem börn eru að alast upp. ❖ DOTTUR .minni og unnusta hennar varð eitthvað sundurorða einu sinni, og þau ásökuðu hvort annað fyrir að kunna ekki að fara með fjátmuni. „Líttu nú á mig,“ sagði hann. , A meðan ég stunda skóla- nám, safna ég líka peningum. Ég á tíu þús- und kiónur í banka, en hvað kemur þú til með að eiga, má ég spyija?“ Hún brosti yndislega og sagði: „Ég kem til að eiga bæði þig og tíu þúsund krón- urnar.“ 88 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.