Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 8
slóðaskiptingu komin út á hina mestu glap-
stigu. Það er á allan hatt eðlilegt og sjálf-
sagt, að kynslóðirnar búi sem mest saman
og bæti hver aðra upp. Böm hafa einnig'
sinn boðskap að flytja þeim eldri.
Þarna hefur kirkjan að nokkru leyti
dansað með í starfi sínu. Það er að vísu
rétt, að það þarf að tala öðru vísi við börn
en fullorðið eða hálffullorðið fólk. Þess
vegna eru sunnudagaskólar og barnaguðs-
þjónustur brýn nauðsyn. Þarna vinnur
kirkjan líka gott og þakklátt gtarf.
Ég hef allta'f haldið því fram, að foreldr-
ar ættu að taka börn sín með sér í kirkju
og- venja þau þannig snemma við kirkju-
sókn.... Hvað snemma? spyrja menn. Ja,
fjögra til fimm ára, jafnvel fyrr, og halda
þessum sið áfram upp öll bernskuárin.
Bömin slkilja að vísu ékki á þessum aldri,
hvað presturinn er að tala um, nema að
litlu leyti. Ekki sízt vegna þess, að í ræð-
um hans er kannski of mikil guðfrœði. En
þótt það láti kannski undarlega í eyrum,
er það ekki aðalatriðið að börnin skilji
hvað presturinn er að segja. Ég tala hér af
reynslu. Ég fór, af sérstökum ástæðum, að
sækja kirkju mjög- snemma á bemskuárum
mínum og gerði það upp frá því þriðja
hvom sunnudag allt árið. Ég mundi ekki
eitt einasta orð af því, sem presturinn tal-
aði af stólnum, þegar heim kom, eða að
minnsta kosti lítið, og skildi því minna.
En það, sem éftir varð í sál minni, þegar
heim kom, var lotningin. Ég held, að það
sé það mikilvægasta, sem við sækjum í
kirkjuna, að minnsta kosti börnin. Er lotn-
ingin ekki undirstaða allrar guðsdýrkunar?
Skilur nokkurt okkar guð?, hvort sem við
erum ung eða gömul? Þessi lotning, sem
ég á barnsaldri sótti í litlu sóknarkirkjuna
mína norður í Skagafirði, hefur enzt mér
alla ævi. Ég er því ekki viss um að þessi
52 HEIMILI OG SKÓLI
kynslóðaskipting sé heppileg. Ég er sann-
færður um, að kynslóðimar hafa bezt af
því að vera sem mest saman og læra hvor
af annarri. Einnig við guðsþjónusturnar.
Ég gat þess hér að framan, að það þyrfti
að tala við börnin sérstaklega, annað hvort
í sunnudagaskólum eða við barnaguðs-
þjónustur einstöku sinnum. Ég kann
einnig að meta kristilegt starf æskulýðsfé-
laganna, sem getur þó ekki komið í stað-
inn fyrir guðsþjónustur, hvort sem það er
á vegum kirkjunnar eða annarra, en sér-
stakar æskulýðsguðsþjónustur tel ég ekki
gegna verulegu hlutveilki. Þegar barnið er
komið yfir fermingu á það að geta notið
venjulegra guðsþjónusta. — Ég er kannski
einn um þessa skoðun. En þegar kirkjan
auglýsir sérstakar æskulýðsguðsþjónustur
einu sinni, tvisvar eða þrisvar á ári, lítur
unga fólkið svo á, að það geri fullkomlega
skyldu sína að sækja þær, þótt það sjáist
aldrei í kirkju endranær. Þetta elur ekki
upp góða sáfnaðarmeðlimi og eflir ekki
Ikiikjusókn. Er ekki kristin trú eitt? Töl-
um við ekki um „hina almennu, kristilegu
’kirkju“? Er ekki guð einn? Hvers vegna
þá þessa skiptingu, sem reyndar gætir á
miklu fleiri sviðum? Við erum með þess-
ari kynslóðaskiptingu að leika okkur að
því að breikka djúpið á milli kynslóðanna,
sem er þó orðið svo breitt og djúpt, að
hvorugur skilur annan. Sérstaklega er þetta
djúp orðið ægilega breitt á milli foreldra
nútímans og stálpaðra barna þeirra. Það
e'tt er farið að setja svip á samfélagið til
mikilla óheilla. Náið samband milli for-
eldra og barna á öllum aldri er dýrgripur,
sem við verðum að varðveita, sem lengst.
Nú hefur mér skilizt, að þegar sunnu-
dagaskólum sleppir og hinu kristilega
æskulýðsstarfi, slitni að mestu allt sam-
band á milli kirkjunnar og unga fólksins.