Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 9

Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 9
Aö minnsta kosti um langt árabil. Þess vegna segi ég við alla foreldra: Byrjið snemma að taka börnin meS ykkur í kirkju. GeriS kirkjusókn aS lífsvenju hjá börnun- um. Þannig má fara aS því aS ala sér upp góSa söfnuði. Þegar foreldrar gera þaS aS venju að talka börn sín með sér í kirkju, venjast þau á að skoða sig sem hluta af söfnuðinum. Þau hafa öðlazt safnaðrvitund, og' þá kem- ur það af sjálfu sér, að þau halda áfram að sækja kirkju, þótt þau séu fermd, þótt ein- hver úrtök muni þá fara að eiga sér stað, vegna breyttra áhugamála. En það er ein- mitt á þessu aldursskeiði, sem þau þurfa helzt andlegrar og siðferÖilegrar vegsögu. Þau eru þá oft ráðvillt og allskonar storm- ar geysa í sál þeirra. Það er einmitt á þess- um hættulega tíma sem til verður afbrota- æska. Foreldrarnir hafa misst allan mynd- ugleika yfir bömunum og skilja ekki börn sín, og börnin skilja ekki foreldrana. Þeim þykir þau vera þröngsýn og afturhaldssöm. Allt stafar þetta af mistökum í uppeldinu. Svo hverfa þessir unglingar úr skólunum, sem voru þeim lengi athvarf og björguðu mörgum tómstundum þeirra, og nú eiga þau nálega hvergi höfði sínu að halla. Þetta djúp á milli kynslóðanna er kannski eitthvert erfiðasta viðfangsefni samtíðarinnar. Það er alveg brýn nauðsyn á, að skól- arnir, framhaldsskólarnir, kenni kristin fræði miklu lengur fram eftir en nú er gert. Prestarnir ættu að hafa þá kennslu með höndum. Þó að margir kennarar séu ágæt- lega vel fallnir til að annast slika kennslu, vilja þó margir þeirra helzt vera lausir við að kenna þessi fræði. Annars eru þetta ékki „fræði“ í venjulegum skilningi, það er lífsspeki — lífssannindi. Framhaldsskól- arnir ættu ekki aðeins að kenna kristin- dóm, heldur einnig siSfræði. ÞaS væri gott og þakklátt verk í þeirri áttavilli, sem æsk- an er nú stödd í. Hún vill oftast vel, en er ekki alltaf viss í áttunum. Skólarnir ættu að svara ýmsurn brennandi spurningum, sem hún fær annars hvergi svarað. T. d. spurningum um kynferðismál. Þetta and- lega umkomuleysi á viðkvæmum aldri leið- ir oft til glappaskota, sem geta komið ungl- ingum á kaldan klakann. Þá er gjarnan leit- að þangað, sem sizt skyldi á flótta frá tómleikanum, þrátt fyrir efnalega vel- gengni og velmegun síðustu tíma. Þegar ungllngarnir fara að sitja á „sjoppum", reykja og drefcka, er þaS vegna innri tóm- leika, sem kirkja, skólar og æskulýðsfélög verða að fylla. Þó allra helzt foreldrarnir. Reykingar og drykkj uskapur er í fyrstu fé- lagsleg nautn, sem leiðir svo til annars al- varlegra. Hvenær á kristilegt uppeldi að byrja?, hefur verið spurt. Það á að hefjast í fyrstu bernsku með versum og bænum, því fyrr því betra. Það þarf að byrja snemma á að ala sér upp söfnuði. Séra Magnús Helgason sagði eitt sinn við mig: „Þegar ungir prestar koma að áhugalitlum söfnuðum, hef ég ráðlagt þeirn að fara að engu óðslega. Sleppa öll- um ávítunum um lélega kirkjusókn. áhuga- leysi og tómlæti af prédikunarstóli, en reyna í þess stað að ahx sér upp söfnuði og byrja neðan frá.“ ÞaS tekur alltaf nofckurn tíma, en það er öruggasta leiðin. Markvisst og heilbrigt uppeldi er von mannkynsins á öllum sviðum. Viö lifum á órólegum og æsilegum tím- um. Mannkynið er haldið ótta við fram- tíðina. Styrjaldarfréttir dynja í eyrum ofck- ar á hverjum degi og oft á dag, og nú er farið að sýna okkur ómenninguna á hverj- um degi á skerminum, jafnvel í heimahús- HEIMILI OG SKÓLI 53

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.