Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 11

Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 11
ANNA SNORRADÓTTIR: -7 BÖRN OG BÆKUR Þcgar höfundur hafði flutt þetta er- indi í Utvarp i þættinum „Við sem heima sitjum", fór ég þess ó leit við hann, að mega birta erindið i Heimili og skóla. Varð hún við þeirri beiðni minni og kann ég henni þakkir fyrir. — Ritstj. Það hefir verið sagt af einhverjum vís- um manni, að bezta gjöfin, sem við getum gefið börnum okkar, sé gleðin, sem þau öðlist við lestur góðra bóka. Það sé gjöf, sem endist til æviloka. Ef þetta er rétt, eru barnabækur, efni þeirra og frágangur all- ur, miklu meiri og markverðari þáttur í dag- legu lífi, heldur en margir gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Mér barst nýlega í hendur eintak af danska blaðinu Berlingske Tidende, þar sem sagt er frá þriðju „Barnabóka-vik- unni“, semi haldin var í okt. sl. Tvívegis áður hafa slíkar vikur verið haldnar í Dan- mörku. Mér er ekki kunnugt um, hvort þessi starfsemi er almennt þekkt hér á landi og, hvort menn vita, hvað í raun réttri er hér á ferðinni. Þess vegna langar mig til að gera í stuttu máli að umtalsefni þetta merkilega starf, sem nágrannaþjóðir okkar vinna á sviði barnabóka---------lestrarefni barna, sem almennt er talið af sérfróðum mönnum að sé miikilvægara en flest annað í uppeldi þeirra. Það eru uppeldissérfræðingar, bókaút- gefendur, bóksalar og bókaverðir, sem allir 'hafa lagzt á eitt við undirbúning og fram- kvæmd þessarar umræddu „Bamabóka- viku“, og er það, eins og áður sagði í þriðja sinn, sem slíkar vikur eru haldnar í Danmörku, og að þessu sinni var vikan opnuð með hátíðlegri adhöfn í Ráðhúsi Kaupmannahafnar. Aðaluppistaða vikunn- ar eru sýningar á úrvais barnabókum, fyrir- lestrar um barnabækur og val á lestrarefni fyrir hin ýmsu aldursskeið. Þá eru og HEIMILl OG SKÓLI 55

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.