Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 13
spyrja: Er þetta nauðsynlegt? Er nauð-
synlegt að gera svona mikið veður út af
jafn einföldum hlut og barnabókum?“ Og
hann svarar spumingunni afdráttarlaust
játandi. Margir munu einnig spyrja á svip-
aðan hátt. Er þetta nauðsynlegt? Sann-
leikurinn er hins vegar sá, að það er ekki
alltaf auðvelt að ná eyrum fólks — það
þarf oft að hrópa hátt, og það hefir ekki
alltaf reynzt létt að ná til foreldranna —
fá foreldrana til þess að skipta sér nokkuð
af því, hvað börnin lesa né sýna málinu í
heild neinn sérstakan áhuga. Fólk er
gjarnt á að segja sem svo: Þegar ég var
ungur, var ek-kert verið að hugsa um það,
hvað maður las, og þetta blessaðist allt.
En það hafa orðið miklar breytingar á
þjóðfélögum okkar síðustu áratugina. Það
var ekki mikið úrval af bókum, sem börn
og unglingar bjuggu við hér á árum áður
og barnabókáflóð, sem nú tíðkast fyrir
jólin, þekktist ekki. Það var ekki nærri því
eins mikill vandi að velja og hafna og
kaupsýsla í sambandi við bamabækur var
af skornum skammti — einnig getan til að
kaupa bækur. Börn lásu þá miklu meira áf
fullorðins-bókum — bókum, sem skrifaðar
voru fyrir fulltíða og þroskað fólk en ekki
fyrir börn. Þetta hafði sína kosti en einnig
galla. Það þroskaði oft og einatt, en les-
efni fyrir yngstu kynslóðina var það í raun
réttri ekki. Ýmsir hafa viljað halda því
fram, að með tilkomu kvikmynda, sjón-
varps, myndahefta og alls kyns skemmtana,
sem á boðstólnum eru í dag, ættu barna-
bækurnar ekki lengur upp á pallborðið hjá
yngstu kynslóðinni og, að þær myndu
jafn vel hverfa að mestu úr sögunni. En
staðreyndin er á allt annan veg. Barna-
bækur seljast betur nú en nokkru sinni
fyrr og börn lesa meir en áður. Það er því
ekki sama, hvernig þetta verk er unnið,
hvernig barnabækur eru bæði að efni til
og frágangi.
Forstöðumenn „Bamaböka-vikunnar“
dönsku ráðast mjög, á myndaheftin, þar
sem lítið er lesmálið og oft lélegt, en hægt
er að ná sér í spennandi sögu með því að
renna augunum yfir blaðsíðurnar. Þeir
telja, að erfitt muni fyrir börn, sem venjast
um of á slíkan lestur að snúa yfir á þá
braut að lesa heilar bækur, lesa vel og
njóta efnisins. Þeir benda lí-ka á hættuna
af því, að láta böm lesa um of hinar svo-
nefndu seríu-bækur og telja slíkar bækur
sjaldnast góðar. Venjulega fari gæðin
þverrandi með tilkomu hverrar nýrrar bók-
ar og oft sé þetta einungis gert í fjárhags-
skyni — útgefendur telji, að framhald
bókar, sem selzt hafi vtíl, muni líka seljast
vel, þótt engin trygging sé fyrir því, að
bók númer t-vö sé góð, þótt sú fyrsta hafi
verið það. Að sjálfsögðu séu á þessu und-
antekningar — en umfram aUt þurfi að
beina börnunum inn á þá braut að lesa
vel. Það er óþarfi að fara mörgum orðum
u m það, hve geysilegt ga-gn starfsemi sem
þessi hlýtur að gera og, hve mikill stuðn-
ingur og hjálp það er fyrir forráðamenn
barnanna, að sérfróðir menn skuli fjalla
um þetta mál af jafn mikilli alvöru og hér
er gert.
Ekki má gera ráð fyrir, að heimilin geti
almennt keypt allar þær bækur, sem böm-
in þrá að lesa, en sem betur fer hefir skiln-
ingur á þessum málum farið vaxandi, og
barnabókasöfn eru nú hægt og hægt að
verða staðreynd, iþótt mjög mikið skorti á,
að slíkt starf sé fullnægjaridi, og fjöldi
barna býr við lélegan bókakost, því mið-
ur. En skólabókasöfn a. m. k. í mörgum
bæjum eru orðin algeng ogi eflast nokkuð
árlega og til munu bekkjar-bókasöfn í
HEIMILI OG SKÓLI 57