Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 15
auga leið, hve dýrmætt það hlýtur að vera 12 ára snáða að geta rætt um Robinson Crusoe við pabba sinn, sem las sömu bók á hans aldri eða teipuna að spjalla við mömmu um Onnu í Grænuhlíð eða ein- hverja ámóta stúlkubók frá æskuárum hennar. Sérfræðingar á sviði barnabóka í Sví- þjóð hafa gert rannsóknir á því, hvaða lestrarefni henti hverju aldursskeiði, og í stórum dráttum er það eitthvað á þessa leið: Fyrstu kynni barna af bókum eru mynda- bækurnar, sem venja er að gefa börnum á aldrinum frá því þau eru tveggja til fimm ára. Góðar myndabækur fyr!r þennan aild- ur eru mjög mikilvægur þáttur í því að kynna það fyrir barninu, sem koma skal. Síðan kemur ævintýra-aldurinn frá 5—6 ára og upp til 9 ára aldurs. Á þessum árum er hugmjyndalíf barnanna mjög lifandi og þarfnast næringar, ef svo má að orði kveða. Það má ekki svelta hugmyndabeim þessa dásamlega aldursskeiðs. Efni bókanna þarf að vera létt, einfalt en þó spennandi. Þeg- ar börn eru 9—10 ára hefst annað tíma- bil — það hefir verið nefnt Robinson-ald- urinn vegna bókarinnar um Robinson Crusoe, sem þykir henta vel á þessu tíma- bili, því áð nú taka börnin að hugsa sjálf- stætt og gagnrýna og vilja helzt lesa um eitthvað, sm 'hefir raunverulega átt sér stað, eða allra helzt blöndu af raunveruleika og hugmyndaflugi. Samt sem áður er það mjög algengt að börn lesi ævintýrabækur alveg til 12 ára aldurs. Nú tekur við hetju-aldurinn, sem e nk- um á við um drengi. Þeir vilja lesa um mikla menn, fræga menn, hetjur, sem þeir geta dáð. Stúlkurnar hallast þá meira að sérstökum stúlkubókum um fjolskyldulíf og lýsingar á telpum á svipuðu reki og þær sjálfar. Við 12—14 ára aldurinn fer að bera á sér-áhugamálum barnsins. Sum lesa þá mest sögulegt efni, önnur um dýr og náttúru, enn önnur um íþróttir og íþrótta-afrek og þar fram eftir götunum. Þetta er aðeins í stórum dráttum um 3,es- efna val barna á ýmsum aldri og stuðst við sænskar rannsóknir. Það er annars gaman að skjóta því hér inn í, að það var hinn þekkti heimspeking- ur Rousseau, sem fyrstur manna benti á, að Robinson Crusoe væri heppileg bók fyrir börn, en hann taldi bókina henta drengjum á aldrinum 12—15 ára. Síðari tíma uppeldisfrömuðir hafa fært aldurinn niður og talið bókina góða fyrir börn, allt frá 9 ára aldri, en þessi þekkta og umrædda bók var upphaflega skrifuð fyrir fulltíða fólk sem kunnugt er. Robinson Crusoe er jafn góð, hvort heldur er fyrir drengi eða stúlkur, þótt þau njóti hennar á mismun- andi hátt. Drengirnir heillast af svaðilför- unum, en stúlkurnar munu fremur heillast af siðferði bókarinnar og því, hvernig fer fyrir þeim, sem óhlýðnast foreldrum sín- um. Það væri gaman að minnast á nokkr- ar úrvalsbækur fyrir þetta aldursskeið, en það verður ekki gert að þessu sinni. Þótt hér hafi verið drepið á nokkur at- riði í sambandi við lestrarefni barna á hin- um ýmsu skeiðum, er að sjálfsögðu engin algild regla eða formúla til þess að fara eftir í þessu efni fremur en mörgum öðr- um. Fullt er a'f undantekningum og sitt sýnist hverjum eins og gengur. En ég hefi getið þessa hér, fyrst ég á annáð borð fór að gera þetta mál að umtalsefni. Annars er málið í heild ótæmandi, en það sem kom mér til þess að setjast við ritvélina að þessu sinni var sem sé eintakið af Berlingsku tíðindunum, sem barst mér í HEIMILl OG SKÓLI 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.