Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 15

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 15
auga leið, hve dýrmætt það hlýtur að vera 12 ára snáða að geta rætt um Robinson Crusoe við pabba sinn, sem las sömu bók á hans aldri eða teipuna að spjalla við mömmu um Onnu í Grænuhlíð eða ein- hverja ámóta stúlkubók frá æskuárum hennar. Sérfræðingar á sviði barnabóka í Sví- þjóð hafa gert rannsóknir á því, hvaða lestrarefni henti hverju aldursskeiði, og í stórum dráttum er það eitthvað á þessa leið: Fyrstu kynni barna af bókum eru mynda- bækurnar, sem venja er að gefa börnum á aldrinum frá því þau eru tveggja til fimm ára. Góðar myndabækur fyr!r þennan aild- ur eru mjög mikilvægur þáttur í því að kynna það fyrir barninu, sem koma skal. Síðan kemur ævintýra-aldurinn frá 5—6 ára og upp til 9 ára aldurs. Á þessum árum er hugmjyndalíf barnanna mjög lifandi og þarfnast næringar, ef svo má að orði kveða. Það má ekki svelta hugmyndabeim þessa dásamlega aldursskeiðs. Efni bókanna þarf að vera létt, einfalt en þó spennandi. Þeg- ar börn eru 9—10 ára hefst annað tíma- bil — það hefir verið nefnt Robinson-ald- urinn vegna bókarinnar um Robinson Crusoe, sem þykir henta vel á þessu tíma- bili, því áð nú taka börnin að hugsa sjálf- stætt og gagnrýna og vilja helzt lesa um eitthvað, sm 'hefir raunverulega átt sér stað, eða allra helzt blöndu af raunveruleika og hugmyndaflugi. Samt sem áður er það mjög algengt að börn lesi ævintýrabækur alveg til 12 ára aldurs. Nú tekur við hetju-aldurinn, sem e nk- um á við um drengi. Þeir vilja lesa um mikla menn, fræga menn, hetjur, sem þeir geta dáð. Stúlkurnar hallast þá meira að sérstökum stúlkubókum um fjolskyldulíf og lýsingar á telpum á svipuðu reki og þær sjálfar. Við 12—14 ára aldurinn fer að bera á sér-áhugamálum barnsins. Sum lesa þá mest sögulegt efni, önnur um dýr og náttúru, enn önnur um íþróttir og íþrótta-afrek og þar fram eftir götunum. Þetta er aðeins í stórum dráttum um 3,es- efna val barna á ýmsum aldri og stuðst við sænskar rannsóknir. Það er annars gaman að skjóta því hér inn í, að það var hinn þekkti heimspeking- ur Rousseau, sem fyrstur manna benti á, að Robinson Crusoe væri heppileg bók fyrir börn, en hann taldi bókina henta drengjum á aldrinum 12—15 ára. Síðari tíma uppeldisfrömuðir hafa fært aldurinn niður og talið bókina góða fyrir börn, allt frá 9 ára aldri, en þessi þekkta og umrædda bók var upphaflega skrifuð fyrir fulltíða fólk sem kunnugt er. Robinson Crusoe er jafn góð, hvort heldur er fyrir drengi eða stúlkur, þótt þau njóti hennar á mismun- andi hátt. Drengirnir heillast af svaðilför- unum, en stúlkurnar munu fremur heillast af siðferði bókarinnar og því, hvernig fer fyrir þeim, sem óhlýðnast foreldrum sín- um. Það væri gaman að minnast á nokkr- ar úrvalsbækur fyrir þetta aldursskeið, en það verður ekki gert að þessu sinni. Þótt hér hafi verið drepið á nokkur at- riði í sambandi við lestrarefni barna á hin- um ýmsu skeiðum, er að sjálfsögðu engin algild regla eða formúla til þess að fara eftir í þessu efni fremur en mörgum öðr- um. Fullt er a'f undantekningum og sitt sýnist hverjum eins og gengur. En ég hefi getið þessa hér, fyrst ég á annáð borð fór að gera þetta mál að umtalsefni. Annars er málið í heild ótæmandi, en það sem kom mér til þess að setjast við ritvélina að þessu sinni var sem sé eintakið af Berlingsku tíðindunum, sem barst mér í HEIMILl OG SKÓLI 59

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.