Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 16
hendur fyrir skömmu og sagði frá Barna-
bóka-vikunni dönsku.
Raunar var það einnig annað, sem varð
til þess að ég fór að hugsa þessi mál. Það
voru bækur, er mér bárust nýlega, einnig
frá Danmörku. En hér er ekki um danskt
framlag að ræða einvörðungu, heldur sam-
starf landanna fjögurra: Danmerkur, Sví-
þjóðar, Noregs og Finnlands. Þetta eru 8
bindi, lesefni handa börnum og er valið af
sérfræðingum í barnabókum, einum frá
hverju landanna.
Ég ‘hefi ekki í annan tíma séð öllu
ánægjulegiri bamábækur. Anine Rud frá
Danmörku, Eva von Zweigbergk frá Sví-
þjóð, Aili Palmén frá Finnlandi og Jo
Tenfjord frá Noregi hafa ritstýrt þessu
verki. Þetta er sem sé samvinna landanna
fjögurra og gefið út af Gyldendal í Dan-
mörku og Noregi, forlaginu Otava í Finn-
Iandi og Bonniers forlaginu í Svíþjóð. í
bókunum er lesefni af ýmsu tagi og mjög
fjölskrúðugt. Það eru bæði sögur og ævin-
týri, vísur og þulur og alls konar barnagæl-
ur og rím. Ekkert er til sparað, thvað myndir
áhrærir, bækurnar eru fullar af bráð-
skemmtilegum teikningum, gullfallegum
litmyndum og alls kyns gríni og gamni.
Sums staðar eru nótur með vísunum —
þ. e. aðeins laglínan, svo að hægt sé að
læra lögin um leið og á allan hátt eru bæk-
ur þessar svo vel úr garði gerðar, svo vand-
að til frágangs, bæði í efnisvali og öllum
búningi, að til hreinnar fyrirmyndar er.
Það vakti athyigli mína, að bækur þessar
eru prentaðar í Póllandi, en pappír og
band er mjög vandað og sterkt. í bókum
þessum eru bæði nýjar og gamlar sögur,
sígildar, og ekki aðeins frá löndunum fjór-
um, sem að 'þeim standa, heldur hefir þetta
sérfróða fólk valið efni frá mörgum öðr-
um löndum og þýtt á viðkomandi tungur.
60 HEIMILI OG SKÓLI
Aftast í bókunum er skrá yfir höfunda,
bæði hins ritaða máls og myndanna.
Þetta samstarf landanna fjögurra sýnir
okkur betur en margt annað, hve alvarleg-
um augum nágrannar okkar ó Norðurlönd-
um líta á málið í heild. Ekki gat ég að því
gert, að mér varð strax hugsað til þess, hve
gaman hefði verið fyrir okkur, að ísland
hefði verið einn þátttakandinn í þessari
samvinnu og notið góðs af þessu merka
starfi. Við hefðum sannarlega einnig getað
lagt til efni í slíkt verk, því að marga góða
barnabóka höfunda höfum við átt og eig-
um. Gömul ævintýri með sérstökum ís-
lenzkum blæ, þulur og þjóðsögur hefðu
sómt sér vel þótt vandasamt hefði verið
að þýða.
Nú flæðir á markaðinn mikið af bókum
fyrir yngstu kynslóðina, ogi það verður að
segjast eins og er, að margt er þar skínandi
vel gert, margt góðra bóka, en því miður
er lí'ka töluvert um lélegt ogi illa unnið
efni. Foreldrum og öðrum forráðamönn-
um barna er því mikill vandi á höndum að
velja. Ekki er við því að búast, að við get-
um keppt við stórar og mannmargar þjóð-
ir í þessum efnum — lesendahópurinn er
ekki stór miðað við nágrannaþjóðir okk-
ar, upplögin geta ekki alltaf orðið stór og
það er dýrt að gefa út á íslandi í dag. En
einmitt vegna þess þarf að vanda til þessa
starfs — og stundum hvarflar að manni,
hvort ekki væri mikill greiði við alla, að
bækurnar væru færri, sem kæmu út, en að
sama skapi betri og vandaðri.
Það væri freistandi að ræða þessi mál
ýtarlegar en hér hefir verið gert, þvi að
þetta er margslungið og í mörg horn að
líta. En eins og málunum er háttað í dag
er allt of mikið um tilviljanir en ekki eins
mikið hugsað um það, að koma á framfæri
því bezta, sem skrifað hefir verið fyrir