Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 17

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 17
börn. Það er heldur ekkert gert til þess að hvetja íslenzka rithöfunda til að skrifa fyr- ir yngistu kynslóðina, lítið um gagnrýni á það, sem kemur út, og barnabóka höfundar ekki sérlega hátt skrifaðir, þótt á því séu að vísu undantekningar. Það má aldrei gleymast, að lestur bóka á barns- og unglingsárunum leggur grund völl að framtíðarlestri þeirra og smekk. Ef þau eiga að komast í kynni við góðar bókmenntir síðar á ævinni — eignast hlut- deild í heimi bókmenntanna, þarf krafan um gæði barnabóka að verða háværari, heldur en hún er í dag. TIL GAMANS BARNASÁLFRÆÐI. Klukkan 3 um nóttina skreið hálfsofandi faðir undan sæng sinni vegna þess að litli sonur hans hafði kallað á hann. „llvað gengur að þér?“ spurði faðirinn. „Hef- ur þig dreymt illa, Kláus minn?“ „Nei, nei, pabbi,“ svaraði drengurinn. „Ertu þyrstur? Þarftu að pissa?“ „Nei.“ „Þú ert þó ekki veikur?" „Nei, nei, mér líður mjög vel, pabbi.“ „Já, en hvað er þá að þér drengur?" spurði faðirinn. „Jú,“ svaraði sá stutti. „Eg ætla að láta undan ykkur mömmu og ætla að borða kartöflustöppuna mína í dag.“ ★ Nútíma foreldrum þykir oft gott að grípa til barnasálfræði. Þeir segja til dæmis við litlu telp- una sína: „Viltu hafa brúðuna með þér í rúmið, eð viltu heldur hafa bangsann?" Niðurstaðan verður sú, að í báðum atriðunum fær telpan að Það er mikið tilhlökkunarefni fyrir alla þá, sem áhuga hafa á málinu í heild, þegar hér á landi 'hefst samvinna á milli uppeldis- fræðinga, bókmenntamanna, forlaga, höf- unda, bókavarða og bóksala og allra, er skilning hafa á þessum málum. Það hlýtur að koma að því hér eins og annars staðar. Bókaþjóð, eins og við erum nefnd, má ekki kasta til þess höndunum, hvað yngstu kynslóðinni er fengið í hendur af bókum. Því að það á við hér eins og í fjölmörgum öðrum þáttum uppeldisins, að „lengi býr að fyrstu gerð.“ Anna Snorradóttir. „velja“ og fer því að hátta orðalaust. En sjálfs- traust foreldranna beið ekki svo lítinn hnekki daginn eftir, þegar þriggja ára telpa, sem þau áttu spurði á þessa leið: „Á ég að fara út um aðaldyrnar eða bakdyrn- ar, þegar ég fer út að leika mér við Dísu?“ ★ Kunningi minn í Kaupmannahöfn kvæntist á síðastliðnu ári ungri stúlku frá Venezuele. Þegar ég spurði hann að því fyrir skömmu, hvernig sam- komulagið væri, svaraði hann um hæl: „Alveg ágætt! Þegar við tölum hvort við annað saman á ensku, gengur allt eðlilega. En þegar eitthvað slettist upp á vinskapinn, sem er þó ekki oft, skamma ég hana á dönsku, en hún svarar með því að skamma mig á spönsku. Þannig komumst við hjá að særa hvort annað.“ ★ Hvernig er hægt með fáum orðum að gera grein fyrir hlut, sem ýmist græðir eða særir, gef- ur og tekur á móti, aflar fæðunnar, sver eið, slær takt, les fyrir blinda, talar fyrir mállausa, réttir vini sínum hjálparhönd, ver sig gegn óvinum sín- um, kemur í staðinn fyrir hamar, töng og staf- róf? I stuttu máli sagt: hönd mannsins. HEIMILI OG SKÓLI 61

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.