Heimili og skóli - 01.08.1968, Page 19
ur neitaði til dæmis að segja nokkurt orð
fyrstu vikuna, sem hann dvaldi þarna. En
enginn skipti sér af þessari sérvizku, og
einn dag gekk hann með hinum börnunum
á fund Joyce, tók sér stöðu fyrir framan
hana og, sagði nú fyrstu setninguna, sem
hann hafði sagt eftir að hann kom í stofn-
unina: „Eg elska yður.“
OCKENDEN-VINIRNIR
Stofnunin staskkaði og Joyce var á stöð-
ugum ferðalöigum um England og megln-
landið til að smala saman nýjum hópum
af flóttabörnum, segja frá stofnun sinni
og útvega peninga, fatnað og tæki til rekst-
ursins. Astor lávarður, sem nú er látinn,
hafði verið einn af hennar beztu styrktar-
mönnum. Þegar hún hafði lesið ræðu eina,
sem hann hafði flutt um byltinguna í Ung-
verjalandi og flóttamannavandamálið, sem
af henni spratt, skrifaði hún honum bréf
og spurðist fyrir um, hvort hann vissi um
flóttamenn annars staðar í Evrópu, sem
ættu við enn verri kjör að búa en í Ung-
verjalandi. Þetta varð til þess, að Astor
lávarður bauð henni að heimsækja sig á
landsetri sínu í Clivenden um næstu helgi,
til þess að ræða um flóttamannavanda-
málið.
Á leiðinni til Clivenden hafði Joyce sótt
mikið af notuðum fötum, sem hún kom
fyrir í ferðatösku aftur á bílnum. Þegar
hún kom til búgarðs lávarðarins, hafði
þjónn einn fengið' fyrirskipun um að taka
farangur hennar og fara með hann til her-
bergis hennar. Þegar hún litlu síðar gekk
upp í herbergi sitt til að hafa fataskipti, sá
hún sér til mikillar skelfingar, að þjónn-
inn hafði ekki aðeins komið með hennar
eigin farangur, heldur einnig hið stóra
ferðakoffort með notuðu fötunum, og
stofustúlkan hafði breitt vandlega úr þessu
öllu á rúm hennar. En þrátt fyrir þennan
meinlausa misskilning, varð för hennar
hingað hin ágætasta, og Astor lávarður
varð eftir þetta einihver bezti talsmaður
hennar og þeirrar stofnunar, sem hún bar
svo mjög. fyrir brjósti.
Flóttabarn getur dvalið á hæli Joyce
Pearces fyrir 8000 krónur (danskar) á ári:
Það er helmingi lægra gjald en á hælum
þeim, sem ríkið rekur. Langmestur hluti
peninganna komu frá hinum svonefndu
Ockendenvinum, en þeir eru um 20.000 í
Englandi. Stúdentar við háskólann í
Aberystwyth söfnuðu til dæmis 120 þús-
und krónum handa stofnuninni. Maður
einn í Yorkshire sendir reglulega þá pen-
inga, sem hann sparar við að reykja ekki.
011 fjármál stofnunarinnar annast hátt-
settur bankamaður ásamt duglegum endur-
skoðanda. Joyce neitar að fást við reikn-
ingshald meira en brýn nauðsyn krefur.
„Mitt hlutverk er að sjá um hin mannlegu
vandamál, eftir því sem þau falla okkur í
skaut,“ segir hún. „Og fram að þessu hef
ég getað útvegað næga peninga.“
EINS OG EIN FJÖLSKYLDA
Nú eru 15 Orcenden Yenture-heimili í
Englandi. Hverju heimili er stjórnað af
forstöðukonu eða hjónum, sem taka þetta
starf að sér fyrir lítil laun. Eins og í venju-
legri fjölskyldu, hjiálpa börnin til við hin
daglegu störf og finna því til persónulegrar
ábyrgðar á öllum störfum, hvert á öðru og
fyrir sjálfum sér.
í hverri viku fá þau vasapeninga, frá
einni krónu og síðar meira, þegar þau
stækka. í fyrstu eyða þau þessum pening-
um jafnharðan, en seinna læra þau að
spara til að geta veitt sér eitt eða annað —
nema Stanislaw. Hann er alltaf svo eyðslu-
samur. Dag einn sá ég að hann horfði
HEIMILI OG SKÓLI 63