Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 23

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 23
ÞaS eirikennilega hefur svo gerzt,. að það eru ekki kennararnir yfirleitt, sem fara fram á þessa róttæku endurskoðun. Held- ur ýmsir menn aðrir, sem ekki eru kunn- ugir skólunum. Meðal annars stjórnmála- menn og blaðamenn, sem þurfa alltaf að slá einhverju upp til að vekja á sér athygli. Ekki ber þó að skilja orð mín svo, að ég hafi á móti því, að skólalöggj öfin verði endurskoðuð, enda verði valdir til þess menn, sem hafa þar ekthvað verulegt til málanna að leggja. Slík endurskoðun gæti aldrei leitt nema gott af sér í lýðræðislþjóð- félagi. Það þyrfti til dæmis að endurSkoða fram- haldsmenntunina og kemur þá til þess, að ef til vill þyrfti að breyta löggjöf. Það er í raun og veru fáránlegt að unglinganámið skuli þurfa að fara fram á tveimur skóla- stigum. Það hefði aldrei átt að bæta unglinga- stiginu við gagnfræðaskólana. Það var betur komið hjá barnaskólunum, þótt það sé kannski of seint að sjá það nú. Það hefði þurft að stokka námsskrá unglinga- stigsins og barnastigsins alveg upp og færa þar margt til, svo að tíminn nýtist betur. Ég sakna til dæmis fræðslu fyrir afgreiðslu- fólk í verzlunum í gagnfræðaskólana. Mér rennur oft til rifja, hvað þetta fólk er illa að sér í starfi sínu, og hve lítið það kann að umgangast annað fólk með háttvísi og kurteisi. Það kann elkki einu sinni að brosa, hvað þá að veita lipra og kurteisa þjónustu. Það mætti svo aftur spara tíma í 2—3 efstu békkjum barnaskólanna með því að nýta tímann betur. Vera til dæmis ekki að tvílæra sömu námsgreinarnar, svo sem landafræði, náttúrufræði og að nokkru leyti sögu. Ég gat þess áðan, að námsaðferðir yrðu úreltar. Ein er þó sú námsaðferð, sem Búðaleikur er þroskandi leikur. aldrei verður úrelt, en það er að lesa bœk- ur. Helzt góðar bækur. Þá er það eitt kennslutæki, sem verður aldrei úrelt, en það er bókin. Efni hennar getur orðið úr- elt, en bókin sem slík lifir alltaf góðu lífi á meðan einhverjir vilja lesa hana. Bókin lifir, ef vel hefur tekizt með efni hennar. Þetta gæti orðið okkur nokkur vegvísir í leit okkar að verðmætum. En það er hægt að misnota bókina eins og allt annað. Ég gat þess hér að ofan að börnin væru látin tvílæra nokkrar lesgreinar, læra sömu lesgreinina bæði á barnafræðslustiginu og aftur á unglinga- eða gagnfræðastiginu. Þetta er líklegt til að valda námsleiða. Nem- enduur vilja fá eitthvað nýtt með hverjum bekk, eitthvað forvitnilegt. Þá er það ekki síður nauðsynlegt að kvikað sé frá lexíu- HEIMILI OG SKÓLI 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.