Heimili og skóli - 01.08.1968, Síða 25
»Segið, að égr hafi verið fánaheri«
Allur heimurinn heiSrar minninguna um séra
Martin Luther King eftir að hann var myrtur á
svívirðilegan hátt. Sá heiður var meiri en hann
sjálfur hafði búizt við. Þegar hann flutti prédik-
un sína í kirkju sinni tveimur mánuðum áður en
hann var myrtur, var engu líkara en hann sæi fram
í tímann.
Það kemur fyrir okkur öll, að við setjumst nið-
ur og hugsum alvarlega til þess dags, þegar við
verðum fórnarlömb þess, sem er samnefnari alls
lífs, hinni óþekktu stærð, sem við köllum dauð-
an.
Við hugsum öll um þetta. Það kemur heldur
ekki svo sjaldan fyrir, að ég hugsi um dauða
minn, og ég hugsa um mína eigin greftrun. Eg
hugsa ekki um þetta á neinn sjúklegan hátt, en
geri mér aðeins grein fyrir hvað ég vildi, að
menn segðu við mig við slíkt tækifæri. Eg ætla
nú að segja ykkur frá því, ykkur, sem sitjið hér
og hlustið á mig.
Ef eitthvert ykkar verður þá viðstatt, þegar
dauðan ber að garði, er rétt að þið fáið að vita,
að ég óska ekki eftir langri og viðhafnarmikilli
jarðarför.
Og ef þið finnið einhvern, sem getur haldið
yfir mér snotra ræðu, þá segið honum, að hann
megi ekki tala of lengi.
Ég held, að ég viti iíka, hvað ég vildi að hann
segði helzt.
Segið honurn, að hann skuli ekki minnast á, að
skólana eftir tækninni frá neðstu þrepum
þeirra. Grunar mann, að tæknin sé orðin
að takmarki, sem allt annað verður að
þjóna, en ekki maðurinn sjálfur og þroski
hans.
Á að miða menntunina við það, að
maðurinn verði þægt hjól í vél. Eða á að
miða hana við það, að maðurinn verði
sjálfstæður, hugsandi einstaklingur, sem
hefur vélar að vísu í þjónustu sinni, en
verður aldrei þræll vélanna. Við verðum
að gera okkur grein fyrir þessu áður en
lengra er haldið. Jafnvel áður en farið er
ég hafi fengið Nóbels verðlaunin, því að það er
ekki svo mikils vert.
Ségið honum, að hann skuli ekki minnast á all-
ar þær heiðursviðurkenningar, sem ég hef hlotið,
því að það er heldur ekki svo mikils virði. Það er
líka óþarfi að geta þess, hvar ég hef gengið í
skóla.
En það myndi gleðja mig, ef einhver léti þess
getið, að Martin Luther King hefði helgað líf
sitt til að þjóna öðrum.
Það myndi einnig gleðja mig mikið, ef einhver
léti þess getið, að Martin Luther King hefði reynt
að elska aðra menn.
Það myndi einnig gleðja mig mikið ef þið
vilduð láta þess getið, þann dag, að ég reyndi að
gera skyldu mína og heltast ekki úr lestinni, og
ég reyndi að gefa þeim hungruðu brauð og hin-
um nöktu klæði. Það myndi gleðja mig ef þið
segðuð, að ég heimsækti eins marga og ég gæti af
þeim sem sætu í fangelsum. Það myndi gleðja
mig, ef þið segðuð að ég reyndi að elska mann-
kynið og þjóna því.
Já, ef ykkur sýnist, þá segið, að ég hafi verið
fánaberi. Segið, að ég hafi verið fánaberi réttlæt-
isins. Segið, að ég hafi verið fánaberi friðarins,
hins góða og heiðarlega. Þá munu allir aðrir
hlutir verða smáir og óverulegir.
Ég læt ekki eftir mig neina peninga. Ég læt
ekki eftir mig neitt af þessa heims gæðum. Hið
eina, sem ég læt eftir mig, er málefnið, sem ég
barðist fyrir. Þýtt H. J. M.
að sníða skólana eftir tækninni. Maður-
inn fyrst.... Tæknin svo.
Heimurinn nötrar og skelfur af tækni.
Maðurinn skelfur af ótta við tækni sína.
hann óttast, að svo geti farið, að hann ráði
ekki við hana og hún tortími honurn.
Þeir, sem eiga að marka Stefnuna á sviði
uppeldis- og skólamála á næstu áratugum,
eiga um það að velja, að rækta meiri efnis-
hyggju og leggja grundvöll meiri tækni
annars vegar, eða benda mönnum á hoð-
skap Fjallræðunnar hins vegar.
H. J. M.
HEIMILI OG SKÓLI 69