Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 26
PEARL S. BUCK:
DÆTURNAR MÍNAR OG
P-PILLAN
Þegar engin kona þarf lengur að ótt-
ast, að hún verði barnshafandi ó móti
vilja sínum, hvernig skýrum við það þó
fyrir þeim ungu, að óbyrgðartilfinningin
sé mikilvægari en nokkru sinni fyrr?
Það sitja tvær loonur og bíða mín í dag-
stofunni. Við ætlum að ræða hjálp til
hungraðra barna í Asíu. En ég verð að
játa, að mér 'kom mjög á óvart fyrsta setn-
ingin, sem við mig var sögð, þegar ég kom
inn í stofuna til kvennanna.
„Við sitjum nú hérna og ræðum um p-
pilluna,“ sagði ein konan.
Allir vita, hvað p-pillan er.... Það er
lítil tafla, og þó getur farið svo, að hún
verði samfélagi okkar hættulegri en kjarn-
orkusprengjan. „Ég er hrædd um, að p-
pillan henti okkur ekki vel hér í löndum
Asíu“ segi ég við konurnar.
„Þér hlægið. Við erum nú ekki aðeins
að hugsa um Asíustúlkurnar,“ segir ein
þeirra. „Við erum að tala um o'kkar eigin
dætur.“
Ég þekki þessar stúlkur. Þær eru 17 og
18 ára gamlar, glæsilegar og menntaðar.
„Já, en þér eigið þó ekki við, að Anna og
Jóna muni.... “
„Eg veit sannarlega ekkert um það,“
70 HEIMILI OG SKÓLI
segir konan, sem var eldri. „Og ég vil held-
ur gefa Jónu p-pilluna en eiga það á hættu
að hún verði barnshafandi móti vilja sín-
um.“
Þær ræddu vandamiálið nokkurn tíma og
ég hlustaði. Þetta er alvarlegt vandamál
fyrir þær, þegár börn þeirra verða allt í
einu að taka nýja afstöðu til kynferðis-
lífsins, eftir að p-pillan hefur verið tekin í
notkun aknennt.
Ég á sjálf sjö dætur. Þar af hafa þrjár
ekki náð tvítugsaldri, svo að það er ástæða
fyrir mig að huigsa um þetta vandamál. Á
meðan ég sit hér og skrifa, dettur mér allt
í einu í hug að leita álits þeirra á þessu.
Tvær þeirra eru heima þessa stundina.
Önnur 16, hin 17 ára.
„Hvaða skoðun hafa vinkonur ykkar í
raun og veru á p-pillunni?“ spyr ég. „Og
hvaða skoðun hafið þið á því máli?“
Þær leystu frá skjóðunni eins og venju-
lega. Stúlkan mín, sem var 17 ára, en ákaf-
lega fjörleg og félagslynd, en stundum
nokkuð tannlhvöss, sagði: „Ég þekki heilan
hóp, sem notar pilluna. Flestar telja ekkert
við Iþetta að athuga. Ef maður er ástfangin
í strák, já, jalfnvel þótt maður kunni bara
vel við hann.“
„En þú sjálf?“
„Mér hefur ekki þótt svo vænt um neinn
ennþá. Ég veit ekki, hvað ég myndi gera,
ef mér þætti reglulega vænt um einhvern.