Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 31

Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 31
kompu við hliðina á ofninum mínum, sem ég hafði ekki tekið eftir. Hann fyllti hana af eldiviði, svo að ég hafði alltaf þurran eldivið í húsinu, þótt það kæmu rigning- ardagar. A stéttinni, sem lá heim að hús- inu var ein hellan laus og hafði gengið úr skorðum. Hann gróf þá undan henni svo að hellan féll að jörðinni eins og hinar hellurnar. Sjálfur gekk hann aldrei þessa stétt, heldur tók á sig krók heim að húsinu. Þegar ég reyndi að endurgjalda honum hugulsemi hans með sælgæti, eplum og öðrum slíkum smámunum, varð hann allt- af þögull. Kannski hafði hann aldrei þurft að nota orð eins og „þökk“. Hæverska hans var ósjálfráð. Hann leit á gjöfina og síðan á mig. Þá var eins og tjald væri dregið frá, svo að ég gat séð dýpra inn í skæru augun hans, sem ljómuðu af þakk- læti og kærfeika. Auðvitað urðu þeir hundurinn Mick beztu vinir. Það var með þeim einkennileg líking, þessum dreng og þessum hundi. Kannski vegna þessa, að báðir höfðu þessa sakleysislegu, látlausu framkomu og af- stöðu til umheimsins. Þegar ég fór burt um helgina, lét ég Jerry gæta hundsins. Það hafði komið þoka og súld í fjöllin, svo að ég kom ekki heim fyrr en um há- degi á mánudag. Hundurinn lelt vel út og var ánægður. Jerry kom skömmu eftir há- degi og leit út fyrir að vera óró'legur. „Forstöðukonan sagði, að enginn gæti ekið í þessari þoku. Eg var hérna í gær- kveldi, og þegar þér voruð ekki kómnir, fór ég hingað með mat handa Mick. Ég hafði lofað að sjá um hundinn.“ Ég gaf honum tíu krónur. Hann leit á þær og gekk síðan heim. En um kvöldið kom hann, þegar dimmt var orðið og barði að dyrum hj'á mér. „Kom inn, Jerry!“ sagði ég, „það ef að segja, ef þú hefur fengið leyfi til að fara út svona seint.“ „Ég sagði þeim.... kannski var það ekki rétt af mér.... að þér vilduð tala við mig,“ sagði hann. „Jú, það er allt í lagi,“ sagði ég og þá hýrnaði yfir honum. „Mig langaði bara til að vita, hvernig hundínum liði.“ Hann sat framan við ofninn ásamt mér og sagði mér frá þessum tveimur síðustu dögum. Hundurinn lá við fætur hans og það leit út fyrir að hann fyndi þar til ör- yggis, sem ég gat ekki veitt honum. „Hann var hjá mér allan tímann nema þegar hann þurfti að skreppa út í kjarrið,“ sagði dreng- urinn. Þar, á stað einum, er grasið mjög hátt, svo að ég lagðist þar niður og faldi mig. Ég heyrði, að hann hljóp þarna um og leitaði mín og þegar hann fann mig, varð hann ósköp glaður og hljóp allt í kringum mig.“ Við sátum kyrrir og horfðum í eldslog- ana. „Þetta er af eplatré,“ sagði Jerry og benti á eldiviðarkttbbana. „Það tré brenn- ur allra bezt.“ Svo hélt hann áfram að tala: „Þér eruð dálítið svipaður móður minni. Sérstaklega svona í rökkrinu við eldinn.“ „En þú varst ekki nema fjögurra ára, þegar þú komst hingað, Jerry. Manstu í raun og Veru eftir því hVernig hún leit út eftir öll þessi ár?“ spurði ég. „Móðir mín á heima í Manville,“ sagði hann. Ég veit ékki hvernig á þvi stóð, að það kom eitthvað illa við mig að hann ætti móður, þangað til mér varð allt í einu ljóst, að ég var reiður þessari móður yfir því, að hún skyldi yfirgefa barnið sitt ■—• sérstaklega svona dreng. Barnaheimilið var að vísu ágætt, maturinn var einnig góð- ur, sem hann fékk þar. Kannski saknaði drengurinn heldur ékki móður sinnar? En HEIMILI OG SKOLI 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.