Heimili og skóli - 01.08.1968, Page 34

Heimili og skóli - 01.08.1968, Page 34
EIGA FORELDRARNIR SOKINA? Djúpið milli kynslóðanna virðist alltaf vera að breikka. — En þrótt fyrir það, megum við ekki halda að það :>é óbrú- andi---------- Stríð á milli kynslóða er ekki nýtt af n'álinni. Gamla fól'kið hefur á öllum öld- um fundið eins konar fróun í því að finna að unga fólkinu. Og svo öfu'gt. Unga fólk- ið hefur þó verið jákvæðara í sinni upp- reisn. Það, að verða ifulltíða, kallar á and- stöðu, ef úr þeirri átt skyldi koma nýr kraftur. Með öðrum orðum. Þar var verð- ugt viðfangsefni til að glíma við.----------- Barni skal veitt tækifæri til að reyna sig sjálft innan vissra takmarka, sem sett eru af skiiningi og kærleika hinna fullorðnu. 011 reynsla leiðir í ljós, að tvennt er mj ög mikilvægt, ef barn á að öðlast sjálf- stæði og verða fullorðinn maður. í fyrsta lagi verður það að eiga þroskaða og hjarta- hlýja foreldra, sem þykir vænt hvoru um annað, og barnið getur tekið sér til fyrir- myndar, meðan það er að losa sig úr þeim höndum, sem bernskan setur á það. í öðru lagi verður barnið að fá að nota hæfileika sína til að vinna og elska. Það er mikið talað um það nú á dögum, að þetta gangi allt öfugt. En er það nú rétt? Ef því er haldið fram, að foreldrarnir vanræki hlutverk sitt, virðum við að vettugi þá staðreynd, að flest ungt fólk nú á dög- um hugsar dýpra, vinnur meira, finnur meira til en kynslóðirnar á undan. Þó er það staðreynd að nokkur hulti æskunnar, að minnsta kosti, er óánsegður. Allt of margir draga sig, andlega talað, inn í sjálfa sig. Sumt ungt fólk leitar á náðir eitur- 78 HEIMILI OG SKÓLI nautna, en greindari hlutinn finnur til einangrunar og setur sig í eins konar varn- arstöðu. E'ns og sálfræðingur einn orðaði það: „Börnin berjast ekki gegn foreldrum sínum. Þau yfirgefa þá.“ Hin geysilega tæknimenntun vestrænna þjóða hefur í senn lengt bernskuna og dregið úr sambandinu á milli kynslóðanna. Fyrir nokkrum áratugum hófst kynþroska- skeiðið um 14—15 ára aldurinn, en þá fór hjónabandið að gægjast fyrir hornið. Nú eru börnin þviniguð til stöðugt lengra náms svo að þau séu fær um að lifa í samfélagi, sem verður flóknara og flóknara með hverju ári. En á sama tíma hefur gerzt sú fjarstæðukennda staðreynd, að meiri vel- megun, betri og meiri fæða, betra heil- brigðisástand, héfur þokað kynþroskaskeið- inu niður í 12—13 ára aldurinn — líf- fræðilega séð —, svo að böm á þeim aldri eru að verða fulltíða, þótt þau séu fjár- hagslega séð, háð foreldrum sínum til 23 eða 24 ára aldurs. Þau eru sem sé „böm“ 10 árum eftir að þau hafa náð líffræðileg- um þroska fulltíða manns. Auðvitað er ekkert við það að athu'ga þótt ungt fólk afli sér menntunar, sem gerir það hlutgengt á sem flestum sviðum samfélagsins. En við getum spurt okkur sjálf að því, hvernig stendur á því að allir þessir ungu sérfræðingar, standi svo höll- um fæti fyrir þeim fullorðnu. Ein ástæðan er sú, að börn og unglingar nútímans fá of fá tækifæri til að móta sig sjálf „Hippi- arnir“ eru haldnir af þeim sjúkdómi innst inni, að þeir þrá að lifa sína eigin reynslu. Þrá að reyna á kraftana, sem með þeim

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.