Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 36

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 36
ilinu á meðan. Svona geta foreldramir á margan hátt brugðizt börnum sínum. Það er að segja taka frá þeim það aðhald, sem þau þurfa til að ná heilbrigðum þroska. Heimskulegt eftirlæti eða jafn heimsku- leg harðstjórn, enda venjulega á þann hátt, að hinir ráðvilltu foreldrar, sem grétu af gleði, þegar barnið fæddist, standa nú ráð- þrota og kveina: „Hvað höfum við eigin- lega gert, sem ber svona slæman árangur?“ Svarið kemur miskunnarlaust og hljóðar á þann veg, að af misheppnuðum foreldrum fæðast misheppnaðir menn, sem hafa börn- in fyrir knött, sem þeir henda á milli sín í andlegu jafnvægisleysi. Þeir gefa sér aldrei tóm til að hugsa og íhuga. Þeir kynnast ek'ki börnunum sínum. Þeir hlusta ekki á þau. Þeir skilja e'k'ki hlutverk sitt. Þeir skilja það ekki, að það, að vera for- eldrar, er hei'lt lífsstarf. Þeir skilja aldrei eðli hlutverksins, að ala börnin upp til þe’rrar sjólfsvirðingar, sem gerir þau að þroskuðum einstaklingum, sem eru undir það búnir að mæta freistingum lífsins og gera sér grein fyrir að lífið er heil keðja af vandamálum, sem þarf að leysa. — En hvernig verða menn þá góðir foreldrar? Lykilorðið er samvinna. Margir foreldrar vita ekki, Ihvað börn þeirra hugsa í raun og veru, því að þeir gefa þe’m aldrei tækifæri til að segja það upphátt. „Sérðu ekki, að ég má ekki vera að því að sinna þér?“ er setning, sem ætti að vera bannfærð af öllum foreldrum. „Hlust- aðu“ er aftur orð, sem ætti að standa í hjörtum allra feðra og mæðr. Það er hverju barni lífsnauðsyn, að það hafi sinn reglubundna tíma í návist foreldranna, svo að þau geti talað saman í hreinskilni. Uppeldisfræðingur hefur orðað þetta svo: „Það eru ekki peningar, sem mest veltur á, heldur tími.“ Það veltur mest á því að fá börn til að tala.... tjá hug sinn, og hjálpa þannig foreldrunum til að komast til botns í hugsunum þeirra, sem eru sístarfandi. Það er tilgangslaust að fara hörðum orðum og dæma hart, ef barn af einhverjum ástæð- um er í uppreisnarhug gagnvart umhverfi sínu. Sterkum tilfinningum er ekki rutt á brott með skipunum, en það má lægja öld- urnar, ef foreldrarnir reyna að setja sig inn í allar aðstæður og reyna að leysa þær í samvinnu við barnið. Að sM til barns, sem öskrar: „Eg hata þig.___!“ er aðeins til að hella olíu í eld- inn, og þetta verður enn verra við næsta árekstur. Vitur móðir hlustar og segir: „Ég veit vel hvernig þér Iíður.“ Þegar barnið verð- ur þess vart, að einbver skilur það, hjaðnar reiðin eins og dögg fyrir sólu. Skilningur er meira læknislyf við ósigri en mistök og ásakanir. Að þessu athuguðu getum við slegið því föstu, að góðir foreldrar eru þeir, sem geta dregið rétta línu á milli trúnaðar og slæmrar hegðunar. Hvenær og hvernig ber að setja þessi takmörk, er nokkuð komið undir aldri barnsins. Ekkert veldur barni meira öryggisleysi en það að vera sí og æ að spyrja það hvernig það vilji hafa þetta eða hitt. Hinn frægi ameríski bamasálfræðingur, Benja- mín Spook, sem er þekktur af bók sinni „Bámið segir: Gjörðu það, sem er nauð- synlfegt“. Með öðrum orðum: Slökktu ljós- ið, þegar kominn er háttatími hjá baminu án þess að rökræða það frekar.... Auðvitað verða að vera skynsamlegar ástæður fyrir öllum þeim takmörkum, sem við setjum. Það verður að vera samkvæmni í þeim öllum. Ef við látum barn gera eitt- hvað, sem það veit sjálft að er rangt eða 80 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.