Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 39
lært að skrifa? Allt sumarleyfi sitt sat
hann heima í söðlavinnustofu föður síns
og klippti út leðurpjötlur þangað til húð-
in var farin af fingrum hans. Hann reyndi
að búa til dulmálslykla, þar sem bókstaf-
irnir voru gerðir úr þríhyrningum, ferhyrn-
ingum og hringlaga pjötlum með alls kon-
ar tilbreytingum, en ekkert af þessum
kerfum þótti honum nýtilegt.
Braille var nú orðinn kennari við
blindraskólann í París og dag nokkurn sat
hann í kaiffilhúsi einu ásarnt einum vina
sinna, sem las upphátt fyrir hann úr dag-
blaði. Með fremur lítilli athygli hlustaði
hann á frásögn um foringja einn í hern-
um, sem hafði gert stafróf með upphækk-
uðum merkjum, punktum og strikum, sem
hægt var að lesa úr í myrkri. Eftir þessari
grein að dæma átti að vera hægt að lesa
með snertingu einni saman, án þess að
þurfa til þess nokkra birtu.
Þegar Braille varð það Ijóst, hvaða
möguleikar fólust í þessari uppgötvun, fór
hann að kalla og hrópa og berja í borðið.
Gestgjafinn kom þegar á vettvang:
„Herra Braille! Þér truflið hina gestina.“
„Fyrirgefið, herrar mínir,“ sagði hann
auðmjúkur. Ég held að ég hafi leyst vanda-
mál hinna blindu, sem hefur verið óleys-
anlegt fram að þessu.-----------Nú get ég
kennt þeim að lesa.“
I fylgd með vini sínum heimsótti hann
næsta dag Gharles Barbiern herdeildarfor-
ingja.
„Viljið þér ekki útskýra fyrir mér að-
ferð yðar við að lesa í myrkri?“ Hann gat
þess um leið, að blindir menn væru lokað-
ir úti frá því ljósi, sem lestur bóka gæti
varpað inn í hina dimmu tilveru blindra
manna.
„Jú, það skal ég gjöra með ánægju.
Þann möguleika hafði ég ekki hugleitt,“
svaraði foringinn. Hann útskýrði nú fyrir
honum, hvernig hann með ali einum sam-
an þrýsti móti í þykkan pappa, svo að hægt
var að finna hæðirnar hinum megin :cneð
fingrunum. Hann hafði fundið þetta frum-
stæða kerfi upp fyrir herinn. Einn punkt-
ur merkti „áfram“ — tveir punktar merktu
„aftur á bak“ o. s. frv. Hann lauk máli
sínu með því að segja: „Þér gætuð gert
merkjakerfi fyrir allt stafróflð. Það ætti
að vera mögulegt.“
Upp frá þessu vann Braille af óþreyt-
andi elju og unni sér engrar hvíldar fyrr
en fyrsta bókin með þessu punktakerfi
var fullgerð. Það var út af fyrir sig dálítið
kaldhæðnislegt, að helzta áhald hans við
þetta verk var hið sama, sem hafði gert
hann blindan. Hann hafði reynt aftur og
aftur. Þreifað sig áfram. Nokrar tilraunir
heppnuðust, aðrar mistókust, en eftir fimm
ára baráttu var kerfi hans fullgert. Hann
notaði rétthyrning sem lykil með sex hol-
um. Hann bjó til 63 afbrigði, sem tákn-
uðu allt stafrófið og auk þess gátu táknað
stuttar setningar, skammstafanir og stutt
orð eins og til dæmis „og“, „eða“, „til“.
A meðan hann vann þetta mikla verk,
þjáðist hann af kvalafullum sjúkdómi, sem
að lokum dró hann til dauða. Hann varð
aðeins 43 ára gamall.
Árið 1836 var Braille 27 ára gamall.
Hann hafði þá skrifað með blindra letri
úrval úr verkum enska skáldsins Milton
og hafði þá auðvitað notað hið nýja kerfi
sitt. „Það er eðlilegt, að ég verði fyrstur
til að nota það og sæki þá efnið til hins
mikla skálds,“ sagði hann.
Á blindraskólanum hélt hann nú fyrir-
lestur um þetta ketfi sitt fyrir kennurum
og nemendum, og sýndi þeim, að hann
gat með þessari punktaskrift skrifað ná-
HEIMILI OG SKÓLI 83