Heimili og skóli - 01.08.1968, Blaðsíða 41
ARLENE SILBERMAN:
SEGIÐ FRÁ HLUTUNUM,
EINS OG ÞEIR ERU
Við gerum börnum okkar bjarnar-
greiða, ef við ekki þegar i upphafi leggj-
um fyrir þau spilin ó borðið eins og þau
eru.
Mér datt margt í hug, er ég var stödd við
skólauppsögn fyrir skömmu og hlustaði á
skólastjóranji kvteðja hina hálfvöxnu ungl-
inga meðal annars með þessum orðum:
„Eg óska ykkur gæfu og gleði í lífinu.
Ég óska þess að sorgin verði ekki á vegi
ykkar eða önnur ógæfa. Guð gefi ykkur
heilbrigði og efnalega hagsæld. Ég óska
ykkur þess, að þið þurfið aldrei að verða
fyrir vönbrigðum eða ótta.... “
Þessi góðviljaði maður óskaði unga fólk-
inu gæfu og gengis, en ekki að það mætti
eignast þrek til að bera mótlæti. Hann tal-
aði um 'heilbrigði, en ekki um styrk til að
bera sjúkdóma. Hann vonaði, að auðsæld
félli þeim í skaut, en hann gleymdi að óska
þeim hæfileika til að mæta erfiðleikum.
Mig langaði í þetta skipti mest til að ganga
til hans og segja: „Segið heldur unga fólk-
inu sannleikann af lífinu eins og það er.
Segið þeim, að það muni vart komast hjá
því að verða fyrir sorgum, jafnt sem gleði.
Allt frá dögum Adams og Evu hefur hver
einasta kynslóð orðið að hjúkra hinum
sjúku og grdftra hina dánu. Þessir ungling-
ar munu þar ekki verða nein undantekn-
ing. Segið þeim, að þeir muni þurfa á
kröftum sínum að halda, þegar syrtir í ál-
inn. Hjá því kemst enginn.“
Ég er móðir 'fjögurra sona og einnig
kennslukona, sem hef kennt hundruðum
barna. Ég hef því íhaft gott tækifæri til að
kynnast því, hve fáir af okkur segja hlu-t-
ina eins og þeir eru. Við látum allt of oft
skína í það, að skólaganga sé eintómt
gaman, að vinna sé alltaf jafn skemmtileg
og hjónahandið sé munnfylli af sælu
bimnaríkis. Er þá að undra, þótt nokkuð
margir hverfi frá skólanum í ótíma, þegar
þeir komast að því að skólanámi fylgir
•bæði þrældómur og gleði, að sumir hlaupi
frá störfum sínum, þvií að öll störf geta
orðið leiðigjörn, þegar til lengdar lætur.
Er þá nokkur furða, þótt sumir verði Isiðir
á hjónabandinu og slíti því, þegar þe’r
uppgötva að hinn sjöundi himinn er ekki
ævilangt heimilisfang dauðlegra manna?
Þetta fólk hefur verið blekkt, og það hefur
engan varasjóð af innra þreki til að ausa
af, þegar það verður fyrir vonbrigðum.
Við bjuggum einu sinni í nábýli við
hjón, þar sem bæði maðurinn og konan
HEIMILI OG SKÓLl 85