Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 46

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 46
RASMUS JAKOBSEN: FORDÆMI FORELDRA í sögunni „Work of ort" lætur Sinclair Lewis tvo bræður tola soman um bernskuiieimkynni sín, uppeldi sitt og ór- cngur af því: „Faöir minn var sóðalegur, latur og gamall drykkjurútur,“ segir Ora, „og; móð- ir mín kunni ekki annað en búa til mat. Hún átti alltaf svo annríkt við iheimílis- störfin, að hún mátti aldrei vera að því að hugsa um mig. Félagar mínir voru blótsam- ir slæpingjar, sem héngu alltaf í kringum flækingana niður við vatnspóstinn. Mér var ekki einu sinni gefið tækifæri til að ganga í skóla, en hef orðið að bjarga mér eins og ég hef haft möguleika á. Það er því engin furða, þótt ég hafi sjálfur orðið að 'hálfgerðum flækingi, sem hef ekki haft samvizkubit, þótt ég hafi skuldað einum hér og öðrum þar. Eg viðurkenni einnig, að ég er latur, og hef ekki þjáðst af sam- vizkubiti vegna áfengra drykkja eða kven- fólks. En hvað sem segja mú um uppeldi mitt, hafði það þó einn kost. Það gerði mig að hreinræktuðum guðs afneitara. Ég mun aldrei snúa baki við unaði holdsins og öðrum lystisemdum lífsins.“ „Og faðir minn,“ sagði Myton, „tók skyldur lífsins ekki alvarlega og þótti gott í staupinu. Móðir mín var sívinnandi og sleit sér út til að hjálpa okkur börnunum. Ég heyrði oft ljótan munnsöfnuð hj-á flækingunum niðri hjá vatnsturninum. Ég hef aftur, í eins konar mótmælaskyni við allt þetta, varast að stofna til skulda hjá öðrum. Og ég hef alltaf átt fullt í fangi 90 HEIMILI OG SKÓLI með öll mín störf. Ég hef aftur Ihaldið mér að mestu frá áfengi og kvenfólki. Uppeldi mitt hefur sem sé Iborið þann gleðilega ár- angur með öllum þessum víxláhrifum, að ég hef orðið heill og falslaus hreintrúar- maður að giömlum og góðum enskum ihætti. . . . “ Þetta er lærdómsrík saga, bæði varðandi uppeldi almennt og einnig mátt fordæm- isins. í fyrsta lagi kemur sagan nokkuð inn á kenninguna um að nota sömu uppeldis- aðferð við öll börn sín. Foreldrarnir segja: „Við 'viljum vera réttlát. Þess vegna látum við eitt ganga yfir öll börn okkar.“ En yf- irleitt er þetta ekki íhægt, en reyni foreldr- ar að lifa og starfa eftir þessu, fremja þeir venjulega hróplegt ranglæti gagnvart einu 'barninu að minnsta kosti, sennilega gagn- vart þeim öllum. Börnin eru oftast mjög ólík, og þess vegna lilfa iþau sömu meðferð á mismunandi ihátt. „Eldurinn, sem bræð- ir smjörið gerir eggið harðsoðið.“ I öðru lagi sýnir þessi saga, að fordæm- ið leiðir ekki alltaf til eftirbreytni, eða að líkt sé eftir iþví. Það getur haft öfug áhrif. Sagan sýnir í þriðja lagi, að illt for- dæmi getur stundum haft jákvæð láhrif. En við skulum strika undir þessa setningu: getur stundum haft. Sagan segir okkur loks dálítið um við- fangsefnið erfðir og umhverfi. En um þetta Ihatfa verið skiptar skoðanir á ýmsum tímum. Nú langar mig til að nefna nokkur ummæli manna, sem eru ekki sammála: A. E. Wiggam (1923) segir: „Erfðir en ekki

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.