Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 48

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 48
að gera okkur grein fyrir þessu við og við, á eins raunsannan hátt og unnt er. Ég vil nefna nokkra eiginle'.ka og við- horf, sem að meira eða minna leyti móta framkomu foreldranna. Svo getur þú, les- andi góður, haft blað og hlýant og merkt við það, sem getur að einhverju leyti átt við þig. Á eftir getur þú svo hugleitt að hve miklu leyti þetta kemur þér við, og þá um leið athugað að hve miklu leyti er ástæða til að endurSkoða alla þína fram- komu. Sumir foreldrar eru eftirgefanlegir, óákveðnir, sveigjanlegir. Aðrir eru harðir, sterkir, drottnandi. % Harka og festa er ekki það sama og vonzka, en það er einnig til fólk, sem er illkvittið, kannski aðeins í hinu smáa, t. d. með stríðni, hæðni, fýlu, andmælum o. s. frv. En það er einnig til kærleiksríkt fólk, vingjarnlegt, gott og ihjálpfúst. Sumt fólk er glatt og fjörugt, annað er ömurlegt og alltaf með sorgarsvip. Það eru til hæði svartsýnis- og hjartsýnismenn. Sumir eru alltaf hræddir við allt og var- kárir, aðrir eru fífldjarfir glannar. Sumir eru opinákáir og hispurslausir, aðrir eru fátalaðir og innilokaðir. Það eru til sann- leikselskandi, en það eru líka til óáreiðan- legir menn og lygalaupar, eða öllu heldur menn, sem alltaf fara heldur ógætilega með sannleikann. Við höfum okkar langanir og óskir eins, og við hötum og fyrirlítum annað. Við eigum okkar samúð og andúð. Við höfum okkar 'kosti og galla. Við höfum okkar skoðanir á því, hvað gott er o.g illt, rétt og rangt, fagurt og ljótt. Allt Iþetta hefur áhrif á hörnin okkar, oft á mjög flókinn hátt, sem erfitt getur verið að átta sig á, enda gerum við það sjaldnast 92 HEIMILI OG SKÓLI til hlítar, ef við leggjum okkur ekki fram um það. Þessi listi yfir foreldra og fordæmi þeirra er ekki tæmandi. Þið getið sjálf bætt við eftir þörfum. Þessir eiginleikar geta verið í meira eða minna ríkum mæli hjá ’hverj- um og einum. Þeir 'hafa hér verið settir upp sem andstæður, en það er vel hægt að hugsa sér, að þessar andstæður séu fyrir hendi í okkur sjálfum og við notum þær sitt á hvað, oft eftir ytri aðstæðum. Það getur li'ka átt rétt á sér, einnig ivarðandi fordæmið. Þá eru fyrir hendi möguleikar á að harnið læri af fordæmi okkar að 'hegða sér eins og aðstæðurnar krefjast hverju sinni, en verði ekki þræll einhverra fastra venja og siða. Sumir þessara eiginleika og lífsvenja laða til eftirbreytni, en aðrir vek.ja and- stöðu og uppreisnarhug. Allar venjur eru smitandi og allar geta vakið andstöðu við viss skilyrði. Og nú er engin 'ástæða til að neita því, að það eru vissar lífsvenjur, sem við gjarnan vildum að hörn okkar tileinkuðu sér. Við vildum gjarnan, að börn okkar færu að dæmi okk- ar á mörgum sviðum. Það eru líka til for- eldrar, sem hafa hugrekki til að játa, að þau óski ekki éftir að börnin taki foreldr- ana allt of mikið sér til fyrirmyndar. I báð- um þessum tilvikum er foreldrunum Ijós til- hneiging barnanna til að Hkja eftir foreldr- unum. Ótti og kvíði eru líklegir til að hafa áhrif á hörnin. Kvíðafullir foreldrar eiga oft kjarklítil hörn, og oft eru það nákvæm- lega sömu hlutirnir, og foreldrarnir óttast og kvíða fyrir. Eiginleikar, sem eru líklegir til að veita félagslega viðurkenningu í fj ölskyldunni, umlhverfinu, þjóðfélaginu, ganga oft frá foreldrum til barna. Þeir sameinast oft

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.