Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 50

Heimili og skóli - 01.08.1968, Side 50
til, er fordæmt af barninu. Allt það, sem við teljum að hafi gildi, er talið e'nskis virði af barninu. Þetta getur svo alveg snúist iþannig, að allt það, sem við teljum bættulegt, telur barnið meinlaust eða ágætt. Þessi hugsjón, að vera fyrirmynd, gefa alltaf gott fordæmi, gagntekur okkur stundum svo, að við þykjumst vera miklu betri en v’ð erum í raun og veru. Við þykj- umst búa yfir kostum, sem ekki eiga sér bakgrunn hið innra með okkur. Við tök- um okkur stöðu á fótstalli, þar sem við eig- um alls ekki heima. Við getum kannski villt um fyrir barninu nokkurn tíma og dulið okkar ófullkomleik, en fyrr eða síðar verðum við afhjúpuð og verðum að stíga niður iaf fótstallinum. Það fall verður oft hátt. Við ihöfum glatað trausti barnsins, og jafnvel hið góða, sem við búum yfir, hefur einnig misst mlátt sinn til eftirbreytni. Það kemur beldur ekki að neinu gagni, að halda hugsjónum að barninu, ef við lifum ekki eftir þeim sjálf. Það er tilgangs- laust, að prédika kurteisi fyrir barninu, ef við sjálf högum okkur eins o(i' dónar. Það er tilgangslaust að krefjast þakklætis af drarni okkar, ef við sjálf sýnum aldrei neinn þakklæt’svott. Það er út í hött að heimta heiðarleika og sannsögli af barni okkar, ef við sjálf erum óáreiðanleg. Hér er það, sem hið góða fordæmi gildir. Við eigum sjiálf að kosta kapps um að halda þær leikreglur, sem við setjum börnum okkar og viljum að þau verði. Ef barnið sýnir engan vilja á að lifa eftir þeim reglum, sem við setjum því, get- ur verið gott að líta í sinn eigin barm og tgera sér grein fyrir, hvort ástæðan geti ekki verið sú, að við sjálf tökum þessar reglur ekki allt of hátíðlega og verðum þannig til þess, að ibarnið gerir það ekki heldur. Þær verða þá ekki svo mikilvægar í augum þess. 94 HEIMILI OG SKÓLI Það er ekki sjaldgæft að við reynum stundum að ,gera veikleika okkar að dyggð- um. Við erum kannski huglaus, en viljum láta það sýnast sem nærgætni eða tillits- semi. Við erum ruddaleg og ófyrirleitin og vilj-um láta það sýna styrkleika okkar og hugrekki. Hættan liggur í því, að við höfum oft sterka tilhneigingu til að dulbúast og gera ókosti okkar að kostum og krefjumst þess svo, að börn okkar fari að okkar dæmi. Ef svo ber við, að fbörn okkar vilja ekki lifa eftir okkar fræðilegu hugsjónum, get- ur það verið vegna þess, að þær eru ekki af hin-um góða. Hitt getur líka átt sér stað, að börn okk- ar taki veikleika okkar sér til fyrirmyndar. Hér má gera ráð fyrir hvoru tveggja. Það er fátt, sem kemur verr við okkur en sjá ökkar eýgin galla hjá öðrum mönn- um. Það er ákaflega auðvelt að skamma börnin og neita að viðurkenna, að við sjálf höfum þá galla, sem eru á börnum okkar. Þetta eru öfug viðbrögð, og með þessu erum við engu nær, nema þá helzt það að kalla fram mótiþróa hjá barninu. „Það er auðveldara að' sjá flísina í auga bróður síns en 'bjálkann í sínu eigin auga“. Þetta á einnig við um okkar eigin börn. Þessa staðreynd má nota á jákvæðan hátt. Okostimir, sem við höfum alltaf átt svo erfitt með að koma auga á hjá okkur sjálf- um, getum við kannski viðurkennt, þegar við verðum vör við Iþá hjá 'börnum okkar. Og þegar bezt lætur, göngum við kannski svo langt, að við viðurkennum, að þessir ókostir séu runnir frá okkur sjálfum. Þá er eftir að losa sig við þá, og takist það, munu þeir einnig gufa upp úr fari barns- ins.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.