Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 51

Heimili og skóli - 01.08.1968, Qupperneq 51
BÆKUR OG RIT Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega sent frá sér 3. hefti Æfingabókar í lestri eftir Jennu og Hreið- ar Stefánsson: Það er leikur að lesa. I þessu hefti, sem er allstórt, eða 128 blaðsíður, eru þrjár sögur eða ævintýri? Sagan um seina Steina, Kát- ir krakka rog Ævintýrið í skóginum. Baltasar hefur teiknað myndirnar í bókina af sinni al- kunnu snilld. Þau Jenna og Hreiðar eru fyrir löngu orðnir þjóðkunnir barnabókahöfundar, og þó að bók þessi sé fyrst og fremst tekin saman sem lestrar- bók, eða æfingabók í lestri, er hún þó laus við þær þreytandi endurtekningar, sem oft er ein- kenni á slíkum bókum. Hér eru fyrst og fremst lærdómsríkar og skemmtilegar sögur á ferðinni. Bókin þjónar því tvennskonar tilgangi, að vera skemmtibók og æfingabók í lestri, enda eru höf- undarnir þaulvanir smábarnakennarar. Kassagerð Reykjavíkur hefur prentað bókina og er hún vönduð að öllum frágangi. Hafi höf- undar og útgefandi þökk fyrir hana. SKÓLASKÝRSLA barna- og gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1966—67. Þetta er allmikil bók, en er þó stærri en hún Þetta eru hin réttu viðbrögð. Hér er komið að mjög jákvæðu atriði í öllu uppeldi, eða að minnsta kosti sem get- ur orðið mjög jákvætt. Allt uppeldi er gagnkvæmt — gagnverk- andi. Við kennum börnum okkar mikilvægan lærdóm með því að vera þeim góðar fyrir- myndir — hafa fyrir þeim gott fordæmi. Gefa þeim góð ráð og festa með þeim góð- ar reglur. En við getum einnig sannarlega lært mikið af börnum okkar, ekki sízt með því að veita nákvæma athygli, hvernig þau bregðast við reglum okkar og fordæmi. V ið getum lært að verða betri uppalendur. Ef við skiljum þetta, verðum við smátt og sýnist. Hér er sem sé sýnt allt skótakerfi Reykja- víkurborgar í hnotskurn. Hér er í fyrsta lagi þátt- ur um yfirstjórn fræðslumála Reykjavíkur, skól- ana eins og þeir voru 1. október 1966. Þá er þarna skýrt frá breytingum á skólahúsnæði, sagt frá kennsluhúsnæði eins og það er á þessum tíma. Þá er skýrt frá fjölda deilda og nemenda, svo og kennara. Getið um skólastjóra allra borgarskól- anna. Þá er vikið að orlofum og leyfum kennara þetta skólaár. Þá er þarna kafli um forfallastund- ir kennara og skipting fastra kennara eftir aldri. Þá er getið um skólasókn nemenda. Þá kemur langur kafli um harnapróf og annar um gagnfræðapróf og birt sýnishorn af prófverk- efnum, bæði í barnaskólum og gagnfræðaskólum, meðal annars á gagnfræðaprófi. Þá er þarna kafli um það, sem lesið er og kennt í 3. og 4. bekk gagnfræðaskóla. Þá er þarna kafli, sem er girnilegur til fróðleiks og nefnist: Fréttir frá skóhtnum. Þar kennir margra forvitnilegra grasa. Þá koma nokkrir kaflar, sem ekki þurfa skýringar við, en sýna hvað starf skól- anna er orðið fjölbreytt. Má þar til nefna: Skýrsla sálfræðideildar skóla. •— Talkennsla. ■—• Lúðrasveitir barna og unglinga. •— Tómstunda- störf í skólum Reykjavíkur. — Barnalesstofur. •— Umferðakennsla. — Safnferðir og listkynning. — Tilraunir með ný verkefni við reikningskennslu. smátt sbörnum okkar góðar fyrirmyndir. Við eigum ekki að krefjast nákvæmra eftirlíkinga. Við eigum að vera eðlilegar og raunsannar manneskjur, sem hafa hug- rekki til að kannast við galla sína. Við skulum ekki reyna að gera börnin neinar spegilmyndir af okkur sjálfum, og við skul- um reyna að forðast þau mistök, sem leiða af sér uppreisnaranda. Þá mun barnið sjálft 'brátt átta sig á því hvenær það vill fylgja fordæmi okkar, og að hve miklu leyti það vill sneiða hjá því. Dansk pædagogisk tidskrift. H. J. M. þýddi. HEIMILI OG SKÓLI 95

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.