Heimili og skóli - 01.08.1968, Page 52

Heimili og skóli - 01.08.1968, Page 52
— Fundir og námskeið. — Sparifjársöfnun skóla- barna. Þegar þetta er allt athugað með opnum augum og lagt saman verður úr þessu ein lifandi heild í hnotskurn. Skýrslan gefur allgóða heildarmynd af starfinu í skólunum, ef við reynum að fylla þar út í allar eyðurnar. Þar er vitanlega mörgum sinnum fyrirferðarmeira starf en hægt er að koma fyrir í skýrslunni, þótt löng sé. H. J. M. Heimili og skóla hefur borizt 3. hefti af Læse- pædagogen. Þetta er sérhefti og fjallar um efn- ið: Kennsla í norrœnum málum á Norðurlöndum. I heftinu eru fimm greinar um þessi mál. Trond Alvik rannsóknarfulltrúi skrifar um kennslu í dönsku og sænsku í Noregi. Niels Holm, cand. mag., skrifar grein um kennslu í norsku og sænsku í dönskum skólum. Eve Malmquist, dr. phil., skrifar grein um kennslu í dönsku og norsku í sænskum skólum. Einar Laxnes, cand. mag., skrifar grein um kennslu í norrænum málum í íslenzkum skólum. Þar segir hann á einum stað meðal annars: „í þessu sambandi virðist mér það mikilvægt fyrir kennslu í menntaskólunum, ef við gætum fengið danska kennara um lengri eða skemmri tíma, ef til vill með því fyrirkomulagi, að slíkur kennari fengi það hlutverk að kenna t. d. tvo mánuði í hverjum hinna fjögurra menntaskóla á hverju skólaári. Þetta gæti auðvitað verið heppi- legt með fleiri mál og eflaust orðið málakunn- áttu nemenda að miklu gagni í heild. Hversu góða og vel menntaða innlenda kennara sem við höfum, væri það þó mikill ávinningur að geta boðið nemendum upp á duglegan, danskan kenn- ara, sem kenndi í sínu eigin máli. Það er bagalegt fyrir íslenzka skóla hve fáa sérmentaða kennara í dönsku við höfum. Þróun- rn er sú, að tiltölulega mjög fáir stúdentar leggja stund á dönskunám.“ Loks skrifar Gösta Cavonius prófessor grein, sem nefnist Norræn mál í skólum Finnlands. Nokkrar fleiri greinar eru í heftinu. Ritstjóri Læsepædagogen er Flemming Lundal og má panta tímaritið hjá Landsforeningen af Læse- pædagoger. G. Kjær Rasmussen, Stationsvej 26, 2791, Dragör, Danmark. H. J. M. TIL GAMANS Ung fráskilin kona með tvö börn, á að gizka fjögra og fimm ára, var að gifta sig í annað sinn. Börnm voru með í kirkjunni, ásamt ömmu sinni. Það gekk eitthvað illa að fá þau til að vera hljóð, og þegar hátíðlegheitin stóðu sem hæst, mátti greinilega heyra ömmuna segja þessi hótunarorð til barnanna: „Ef þið hagið ykkur ekki sæmilega og hafið hljótt í kirkjunni, fáið þið alls ekki að koma með í næsta skipti.“ ★ Vegna atvinnu minnar hafði ég keypt mér seg- ulbandstæki, svo að ég gæti talað inn á það og geymt ýmsar hugmyndir, sem ég þurfti að muna. Svo gat ég hlustað á þetta heima og hagnýtt mér eftir vild. Einn morgun heyrði ég ritara minn reka upp háan hlátur á meðan hún var að hlusta á það, sem tekið hafði verið á segulbandið dag- inn áður. Ég varð forvitinn og bað hana að lofa mér að heyra þetta aftur. Við hlustuðum fyrst á nokkrar almennar athugasemdir, síðan kom nokk- ur þögn. Þá var hún allt í einu rofin af háu, urg- andi hljóði. Litlu síðar kom þetta hljóð aftur, þetta urgandi hljóð. Loks heyrði ég rödd konu minnar, er sagði sigri hrósandi: „Þarna getur þú sjálfur heyrt hvernig þú hrýtur á næturnar.“ ★ Biskup einn, sem var í sumarleyfi í Skotlandi, gaf sig á tal við fjárhirði einn. „Hve margar kindur hefur þú nú til gæzlu?“ spurði biskupinn. „Það er nú dálítið mismunandi,“ svaraði fjár- hirðirinn. „Svona þrjú—fjögur og fimm hundr- uð. En ef ég mætti vera svo djafur að spyrja: Hvað gerir þú?“ „Ég er einnig með vissum hætti hirðir,“ sagði biskupinn. „Ja, það var einkennileg tilviljun, að við skyld- um hittast. En hve margt er í þinni hjörð?“ Biskupinn hugsaði sig um litla stund, en sagði síðan: „Ég get nú ekki sagt það alveg nákvæm- lega, en það er sennilega allt að einni milljón.'* „Ein milljón....!“ sagði fjárhirðirinn undr- andi. „Það hlýtur að vera skollans mikið annríki um sauðburðinn!" 96 HEIMILI OG SKÓLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.