Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 7
LÆKNANEMINN
7
inni, sem er hærra en
1:16.
II) Normoblastar > 15/100
leucocytar.
III) Reticulocytar > 10%.
IV) Miltisstækkun, sem er
meiri en 2 fingurbreiddir
niður fyrir v. rifjabarð.
Það skal tekið fram, að ofan-
greindar reglur eru fremur strang-
ar.
Eitt atriði er rétt að undir-
strika sérstaklega í sambandi við
Hgl.mælingar, en það er munur-
inn á Hgl. mældu í naflastrengs-
blóði og Hgl. mældu í blóði úr hæl
eða eyra. Hgl. mælt með ástungu
á hörundi er alltaf talsvert hærra
en í naflastrengsblóði. Þetta hef-
ir mikla hagnýta þýðingu. Tökum
sem dæmi bam með Erythroblas-
tosis, sem við fæðingu hefir nafla-
strengs Hgl. 15 gm%. Ef blóð er
mælt í eyra nokkrum klst. síðar
og það reynist enn 15 gm.%, þá
þýðir þetta raunverulega greini-
lega Hgl. fall, en ekki óbreytt
ástand.
Falli rannsóknir og einkenni hjá
barninu ekki undir neinn af ofan-
greindum liðum, er sjálfsagt að
bíða og fylgjast með barninu.
Aukizt gulan greinilega verður að
fylgjast daglega með bilirubini og
nálgist það 20 mg.% einhvern-
tíma á fyrstu 3—5 dögunum eftir
fæðingu, er sjálfsagt að skipta um
blóð.
I fyrstu er blóðskipti voru tek-
in í notkun, var það algengast
að skipta ekki um blóð, fyrr en
bilirubinið fór yfir 20 mg.%. Það
leiðir af sjálfu sér, að þetta var
mjög óheppileg aðferð, því þá
voru möguleikar á Kemicterus
þegar orðnir alltof miklir.
Síðustu 4—5 árin hafa orðið
miklar breytingar á þessu sviði.
Nú er reynt að gera blóðskiptin
sem fyrst, helzt á fyrstu 5—10
klst. eftir fæðingu og reglur líkar
þeim, sem getið er um, hér að of-
an, eru mikil hjálp 1 þeim efnum.
Kostirnir við skjót blóðskipti,
þ. e. a. s. fljótlega eftir fæðingu
eru einkum tveir:
1) Naflastrengurinn er mjúkur og
tiltölulega auðvelt að finna v.
umbilicalis á fyrstu sólahring-
unum. Eftir það skorpnar
strengurinn og þornar og get-
ur þá verið mjög erfitt að
finna æðina.
2) Þegar skipt er um blóð, þegar
eftir fæðingu er miðað að því
að fjarlæga hin sýktu blóð-
korn úr líkamanum, áður en
þau ná að brotna niður og
mynda bilirubin. Það hefir
einnig margoft komið í ljós,
að sé aðgerðin gerð á fyrstu
klst. eftir fæðingu, þarf sjald-
ar. fleiri en 1 blóðskipti.
Ef beðið er eftir því að bili-
rubinið nái að hækka verulega,
þarf oftast að gera blóðskipti
tvisvar—þrisvar, vegna þess að
erfitt getur reynzt að fjarlægja
nægilega mikið af bilirubini úr
líkama barnsins með einum blóð-
skiptum.
Fyrstu blóðskiptin. sem sögur
fara af gerði kanadiskur læknir.
Robertsson 1921, en þau voru ekki
gerð í sambandi við Erythroblas-
tosis. Tilgangur Robertsons með
aðgerðinni var sá að nema á brott
cirkulerandi toxin úr blóði bruna-
sjúklings.
1926 gerði Hart í Bandaríkjun-
um fyrstu blóðskiptin á si. með
Erythroblastosis. Hann taldi að
siúkdómurinn kynni að stafa af
einhversskonar eiturefnum í blóði
barnsins á sama hátt og hjá
brunasjúklingi Robertsons.
Blóðskipti voru svo ekki gerð