Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 20

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 20
20 LÆKNANEMINN — Ekki dugði hér að hika: helvítis tönninni varð að hnika: deyfði því drósina af snilld, en daman æpti eftir vild, — Sie war ganz wild! — Tók ég upp eina mikla töng — tæplega var hún nógu löng — þreif þá þýzku steinbítstaki og þá valt stóllinn um með braki. Furðan lá nú flötum beinum, —■ ja, flötum er of mikið sagt! Ekki tók ég tökum seinum, en tyllti mér með pomp og pragt. Um tönnina traustlega tók ég þá og töngina sneri til og frá. Titraði tátan, nötraði kofinn, — því tönnin var ekki nógu dofin. Sló og sleit hið þýzka man, skrækti og æpti: ,,Ac,h mein zahn!“ Allt i einu tönnin hrökk og út á hlaðið pían stökk. — Nú er tönnin hér hjá mér, heima kvinnan er hjá sér. Ekki held ég að hún væli hátt, né heldur mikið skæli -— því nú er bóndi í hennar bæli! Morale: Moralen er, som alle ved: at hvis du rejser op í sved, saa maa du kunne trække tænder, for ellers faar du lutter fjender! Episkt drama í tveim þáttum: Hvað mig henti hér í gær, kæri vinur, heyr og lær. Af því færð þú sannast frétt, hve feiki illt er að gera rétt! Skældist hérna skakkur inn, stundi og hélt um bossan sinn höfðingi úr næsta hreppi — ég held ég öllum nöfnum sleppi. Karlinn blés og bar sig illa: „Bölvaðan ég hefi kvilla, varla neitt ég við hann ræð, vont er að hafa gyllinæð.“ „Þetta hefur þjáð mig löngum, það er alltaf illt í göngum, einkum er það allraverst, ef á stóran stein ég sezt.“ Bæta varð úr þessum vanda, vart það mátti svona standa, — listin sú er lítilræð, að lækna karl af gyllinæð. Rétti honum rectalstauta, ráðlagði að borða grauta: „Taktu eins og tvo á dag, og trúlega kemst þetta’ í lag.“ Karlinn varð nú harla kátur, kvaðst ei mundu éta slátur, en háma í sig hafragraut og hafa hjá sér svona staut. — Þrem dögum síðar er barið á dyr: dúsir þar karlinn, sem nefndur er fyr; illur og svartur og ylgdur á brá, eitthvað var bogið, það strax ég sá. „Inntakan mér líkar illa, ekki á við þessum kvilla, ég hef þegar étið sex, og alltaf gyllinæðin vex.“ Morale: Behold, my friend, this observation to help you out of a tough situation: Never give a guy any medicine unless he knows where to put it in! Það hefur löngum verið sagt, að annar hvor íslendingur sé skáld eða að minnsta kosti hagyrðingur. Þótt þetta sé auðvitað ofmælt, er staðreynd, að margir geta sett saman bögu, og ættu læknanemar ekki að vera neinir eftir- bátar annarra í því efni. Þess vegna skorum vér á þá læknanema, sem fást við ljóðagerð, að láta blaðið njóta að einhverju ávaxta iðju sinnar og senda því kvæði til birtingar. Nú munu fyrsta hluta menn eflaust segja eitthvað á þessa leið: Ekki ferð. umst við um sveitir lands, drögum tennur úr kjafti kerlinga eða læknum gamla karla af gyllinæð. Um hvað get- um við ort? Því er til að svara, að læknanemar í fyrsta hluta hafa t. d. undir höndum bók eina herlega, anatomiu að nafni. Er þar efni óþrjótandi, og hefur marg- ur predikarinn lagt út af minna. Sagt er, að Steingrímur heitinn Eyfjörð læknir hafi ort allmikið af anatomisk- um vísum. Kunnum vér þar til að nefna þessar tvær: Undir band að ofan smaug æða og tauga liðið. Innst fór vena, yzt fór taug, en arteria í miðið. Gæta verður þú að því, það getur munað stórum. Lærtaugin, hún liggur í lacuna musculorum.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.