Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN 11 Á fyrsta vetri læra nemendur efnafræði, eðlisfræði, dýrafræði og grasafræði. Ljúka þeir svo prófi í þessum greinum eftir fyrsta árið og er það nefnt First M.B. Falli nemandi í einni náms- grein, má hann endurtaka prófið um jól næsta vetur, en falli hann í fleiri greinum, verður hann að vera ár í viðbót. Falli hann þá aftur, er námi hans lokið. Nemendur, sem þegar í Gram- mar-school (eða Public-school) eru ákveðnir í að fara í læknis- fræði, geta valið fyrrnefndar 4 námsgreinar til G.C.E.A. og S. level prófs. Sleppa þeir þá við að taka First M.B. próf í læknisfræð- inni og flýta þannig fyrir sér. Á öðru námsári, þ. e. a. s. að First M.B. prófi loknu, hefst svo nám í anatomi, histologi, fysio- logi, biokemi og farmakologi. Stendur þetta nám yfir í 18 mán- uði samfleytt. Af þessum náms- greinum er anatomian lang þyngst og erfiðust. Nemendur eru við krufningar að meðaltali 4—-5 tíma á dag. Kryfja þeir líkið systema- tiskt, byrja t. d. á extremitetum og enda á höfði og hálsi eða öfugt. Við krufningar nota þeir leiðar- vísi, Cunningham’s Dissection Manual, í 3 heftum. Einnig er Johnston’s Synopsis of Anatomy mikið notuð við námið. Gray er notaður sem reference, en ekki ætlazt til, að nemendur læri hann beinlínis. Hálfsmánaðarlega eru skyndi- próf í því, sem nemendur eru bún- ir að kryfja. Eru þau munnleg og nemendur spurðir, þar sem þeir eru við vinnu sína í krufnings- salnum. Lokaprófið er bæði munn- legt og skriflegt. Á munnlega próf- inu fá nemendur m. a. einhverja regio, sem þeir eiga að þekkja, t. d. extremitet, þar sem breitt er vandlega yfir allt nema hnéð, og eiga þeir þá að ákveða, hvort hnéð er um að ræða, eða háls, þar sem breitt er vandlega yfir allt nema smásvæði og í því sjást nokkrir vöðvar, æð og taug. Á þá nem- andinn að ákveða, hvaða regio þetta sé, o. s. frv. Á skriflega prófinu eiga nemendur að geta svarað 8 af 10 spurningum, sem fyrir þá eru lagðar. Kennsla í fysiologi, biokemi og farmakologi er í fyrirlestr- um og verklegum æfingum. Þar eru haldin svokölluð tutorials annað slagið til að fylgjast með nemendum. Kemur þá kennarinn til fundar við nokkra nemendur, drekka þeir saman tebolla eða sherryglas og spjalla um náms- efnið. Lokaprpf í þessum greinum er tekið samtímis anatomiunni, og hefur nemandinn þá lokið svo- kölluðu Second M.B. prófi. Fall- prósenta er mjög há, og fá nem- endur annað tækifæri 6 mán. síð- ar, ef þeir falla í fyrstu tilraun. Að þessu prófi loknu er nokkr- um beztu nemendunum boðið að halda áfram námi í einhverri fyrr- nefndra greina (t. d. fysiologi eða biokemi) og ljúka B. Sc. Bachelor of Science) prófi, áður en lengra er haldið. Ekki eru þó allir, sem þiggja þetta boð, enda lengir það námstímann að minnsta kosti um 1 ár. Hvað tekur svo við? Þá hefst kliniski hluti náms- ins, sem stendur í 3 ár, og lýkur með Third M.B. prófi, sem sam- svarar kandidatsprófi hér. Fyrstu 3 mánuðirnir nefnast introductory course. Nemandinn sækir þá fyrirlestra og gengur á ýmsar deildir til að kynna sér starfsemi spítalans. Þar næst fylg- ir 3 mán. kúrsus á kirurgiu og

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.