Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 9
LÆKNANEMINN 9 FJÖRUGRI FUNDIR Ég vil lýsa ánægju minni yfir því hve mikið fjör virðist vera að færast í fundi okkar og félags- mál. Fyrstu 2 veturna, sem ég var í deildinni, voru félagsfundir með allvísindalegu sniði og lítið rætt um félagsmál og þá nær eingöngu af formanninum, sem lítið virtist vera hlustað á, því að menn höfðu svo margt að ræða sín á milli yfir kaffibollunum, en fundimir voru haldnir í matstofu Gamla Garðs. Þessi ár sátu duglegir menn í stjórn og unnu vel, en félags- menn létu þá líka rnn allar fram- kvæmdir og voru að mínu viti á- hugalitlir fyrir félagsmálum. Ekki vil ég lasta vísindaáhugann og vona, að við séum öll sammála um að halda áfram að fá áhuga- sama og vellærða lækna, til að fræða okkur á félagsfundmn. En hræddur er ég um, að hinn daufi áhugi á félagsmálum hafi valdið miklu um hve litlu við fengum ráðið um gerð hinnar nýju reglu- gerðar, þó að miklu réði þar, að við fengum ekkert að vita um mál- ið fyrr en prófessorarnir höfðu nær lokið að semja hana. En gagnstætt því, að sofanda- háttur og afskiptaleysi ríkir hjá þeim, sem lifa fyrirhafnarlitlu, fastmótuðu lífi, þá fæðast hug- sjónir og réttlætiskröfur hjá þeim, sem hafa við erfiðleika og vanda- mál að etja. Og víst er um það, að síðan námstími okkar var þrengdur og önnur áhrif nýju reglugerðarinnar komu betur í ljós, hefur æ meira lifnað yfir félagsmálum okkar, þó að við höf- um nú raunar minni tíma til að sinna þeim en áður. Og ég þykist viss um, að fleiri eigi eftir að rumska og finna hvöt hjá sér til að skipta sér af félagsmálum okk- ar, en sá sem sagði við mig um daginn, að það væri ekkert vit að láta eina klíku ráða öllu í félaginu. Ég skildi hann ekki fyrst, en hann átti þá við „Jóhann Lárus, Einar Val og þá“. Við urðum alveg sammála, en ég vildi orða þetta á annan hátt, að ekkert vit væri í, að byrðar félagslífsins væru að mestu bornar af sömu mönnum, auk hinnar sjálfsögðu skyldu stjórnarinnar, sem áreiðanlega enginn sækist eftir að gegna fyr- ir hana. Jóhann hefur ekki unnið okkur svona mikið gagn í bóksölu- málinu, vegna þess að hann vildi ráða í félaginu, heldur af áhuga fyrir málefninu, og Einari eigum við að þakka góða ritstjórn í fyrra og mest af því sem áunnizt hefur í ópólitísku nefndarstörf- unum vegna ósérhlífni hans en ekki ráðríki, svo að ég nefni dæmi. Nei, félagslíf okkar væri til mik- illar fyrirmyndar og skemmtilegt, ef margir væru jafn áhugasamir og ósérplægnir og Jóhann og Ein- ar. Ég heiti á alla, sem finna hjá sér áhuga og vilja eitthvað til málanna leggja, að hlífast ekki við að láta skoðanir sínar í ljós af ótta við fyrirhöfnina, sem þeir kynnu að verða að leggja á sig, til að framkvæma málið. Þeim, sem ekki fellur að tala á fundum, stendur blaðið okkar opið, alltaf eru greinar í það vel þegnar. Halldór Halldórsson.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.