Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 6
6 LÆKN ANEMINN byggist á þeirri grundvallar reglu, að stærstur hluti þeirra mótefna (antibodies), sem áhrif hafa á Rh blóðflokkana eru svokölluð ófullkomin (incomplete, blocking) antibodies, þ. e. a. s., þegar þau absorberast á rauðu blóðkornin, brjóta þau blóðkomin niður, án þess að agglutinera þau fyrst. Coombsserum hefir hinsvegar þann eiginleika að breyta þessum ófullkomnu antibodies þannig að þau agglutineri rauð blóðkorn áð- ur en þau brjóta blóðkomin niður. Jákvætt Coombspróf er sönnun þess að mótefni frá móðurinni finnst í blóði barnsins og þá um leið, að barnið hefir Erythroblas- tosis. Coombsprófið er gert þannig, að tekin eru blóðkom frá barn- inu og sett út í Coombs seram. Hafi antibodies frá móðurinni absorberast á blóðkorn bamsins hlaupa blóðkornin í kekki við þetta. Að diagnosis fenginni er þraut- in þyngri að ákveða hvort gera þurfi blóðskipti. Tilgangur með blóðskiptum er í fyrsta lagi að vinna bug á blóð- leysinu, þ. e. a. s. gefa barninu ný blóðkorn í stað þeirra sem þurrkast út fyrir áhrif frá mót- efnum móðurinnar. Það er auð- vitað frumskilyrði, að blóð sem notað er við blóðskipti sé Rh negativt. Væri notað Rh positivt blóð, myndu donor blóðkom eyði- leggjast jafnóðum og þau bæmst inn í blóðrás barnsins. I öðru lagi er tilgangurinn með blóðskiftum að reyna að fjarlægja sem mest af bilirubin úr líkama barnsins, til að forða því frá Ker- nicterus. Serumbilirubin á að vera innan við 4 mg.% við fæðingu. Fari bilirubin hinsvegar upp fyrir 20 mg.% á fyrstu 3—4 dögum eftir fæðingu, er mikil hætta á, að barn- ið fái Kernicterus. Sem dæmi má nefna skýrslur Mollisons og Cut- bush frá 1949. Þessir höfundar fundu ‘Kernicterus í 60% þeirra tilfella sem höfðu serumbilirubin yfir 20 mg.% á fyrstu dögunum eftir fæðingu, en engan Kernic- terus ef serumbilirubin var fyrir neðan 18 mg.%. Einnig er rétt að geta þess að 70% þeirra barna, sem fá greinil. Kernicterus deyja, fái þau enga meðferð. Þegar tekin er ákvörðun um hvort gera skuli blóðskiptl, er farið eftir ákveðnum reglum (in- dikationum). Það er e. t. v. tekið nokkuð sterkt til orða að segja að reglurnar séu ákveðnar, því segja má að sérhver meirihátt- ar spítali erlendis hafi sínar eig- in reglur. Ástæðan fyrir hinum breytilegu reglum er fyrst og fremst sú, að einungis eru um það bil 12 ár síð- sn farið var að nota blóðskipti að nokkru ráði. Það hefir ekki unn- izt tími né revnsla til þess ennþá, að koma reglunum í fast horf. Sem dæmi um reglur fyrir blóð- skiotum verða hér sýndar reglur hær, sem notaðar eru við háskóla- sjúkrahúsið í Minnesota. Jákvætt Coombspróf + 1 af eftirfarandi atriðum: I) Naflastrengs Hgl. < 13.6 srm.% (95%) II) Naflastrengsbilirubin > 3.5 mg.%. III) Bilirubin hækkun á fyrstu 12 klst., sem nem- ur meira en 10 mg.%. V) Fyrirburður. ákvætt Coombspróf + 2 af eft- ..arandi atriðum: I) Antibodytiter hjá móður-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.