Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 12
12 LÆKNANEMINN jafnlangur tími á medicine. Nefn- ist stúdentinn dresser á kirurgisku deildinni, en clerk á þeirri medi- cinsku. Þarna fær stúdentinn 8—- 10 sjúklinga, sem hann fylgist alveg með, tekur journala, fylgist með rannsóknum, operationum o. s. frv. Verður hann á stofugangi að vera reiðubúinn að svara öll- um spurningum, sem læknirinn kann að bera fram varðandi sjúkrasögu sjúklinganna, hvers vegna þessi eða hin rannsóknin hafi verið gerð o. s. frv. Öðrum sjúklingum þarf hann ekki að skipta sér af, frekar en hann sjálf- ur vill. Að þessum kúrsusum loknum fylgja 3 mán. á Medical Out- Patients’ Department og 3 mán. á Surgieal Out-Patients’. Á þessar deildir koma sjúklingar, sem eru til eftirlits og meðferðar, en búa úti í borginni. Ekki eru þó stú- dentar á þessum deildum alla jnorgna vikunnar, heldur ganga þeir á dermotologiska deild og berkladeild jafnframt. Þá taka við 3 mán. á gyn. og obstetric, 1 mán. á Fevers og löks 3 mán. á medicine og kirurgi sem revision. Jafnframt kúrsusum sækja stú- dentar fyrirlestra. Árinu er skipt í 3 semester, 10 vikur hvert. Kom- ast kennarar yfir námsefnið á 1 ári og byrja þá nýja umferð. Ann- ars má segja, að það, sem ein- kennir skipulagið, sé, að megin- áherzla er lögð á bedside teaching. Lokapróf (Third M.B.) er tek- ið eins og áður segir eftir 3 ára nám í kliniska hlutanum. Hafa nemendur þó lokið pathologiu og bacteriologiu x/o ári áður. Ég vil taka það fram, segir John, til að forða misskilningi, að hér lýsi ég námi við St. Bartholo- mew’s Hospital, þar sem ég lærði, en ég býst við, að námstilhögun sé svipuð, að minnsta kosti við hina spítalana í London. Hve gamlir eru stúdentar, er þeir útskrifast? Yfirleitt 24—26 ára. Að prófi loknu tekur við kandídatsstarf í 6—12 mánuði, áður en þeir geta farið að. praktisera. Margt kvenfólk í læknisfræði? Ég mundi segja ca. 5—10% nemenda. Annars var áður fyrr sérstakur læknaskóli, Royal Free Hospital, sem eingöngu var ætl- aður kvenstúdentum, en eftir að National Health Service komst á 1948 fór sá skóli einnig að taka á móti karlmönnum. Hvernig er fjárhagsafkoma ? Um 80 % nemenda njóta styrkja, ýmist frá ríki eða sýslu. Hins vegar er lítið um styrki frá skólunum. Yfirleitt eru þessir styrkir allgóðir. Auk þessara styrkja er ýmislegt gert til að létta félitlum nemendum námið. Fyrir ca. 1 £ á ári geta stúdentar t. d. gerzt meðlimir í Book Lend- ing Library, og fá þeir þá lán- aðar námsbækur til langs tíma og spara sér þannig kaup á þeim. Students’ Union útvegar fría leik- húsmiða, afslátt á aðgangseyri að skemmtistöðum o. s. frv. Hvað getur þú sagt um St. Bart’s Hosp. ? Aðalspítalinn er 5 hæða hús. Á hverri hæð eru 2 firms eða deild- ir, medicinsk og kirurgisk. Eru þær spegilmynd hvor af annarri. Á hverri deild er ein stór 30 manna stofa og svo minni 1—2—3 manna stofur. Alls eru ca. 70 sjúklingar á deild eða um 140 á hverri hæð. Á efstu hæðinni eru svonefnd professorial units, þ. e. medicinska og kirurgiska deildin, sem lýtur stjórn prófessoranna. Læknarnir virðast að einhverju leyti færast

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.