Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 8

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 8
8 LÆKNANEMINN á nýjan leik, fyrr en Rh blóðflokk- arnir voru uppgötvaðir. Segja má að notkun blóðskipta hafi ekki hafizt almennt, fyrr en árið 1947, er Diamond í Boston uppgötvaði naflastrengs-aðferðina sem gerði þessa aðgerð ólíkt ein- faldari en áður. Fyrir þann tíma voru blóðskipti gerð þannig, að skorið var inn á vena femoralis og arteria radialis. Var svo donor blóðinu dælt inn í venuna og blóð barnsins tekið úr arteriunni. I nýfæddu barni er blóðið tal- ið vera 10% af líkamsþyngd barnsins, þannig hefir 12 marka barn um það bil 300 ml. af blóði. Ef notaðir eru 500 ml. af donor- blóði til blóðskipta má skipta um ca. 85% af blóði barnsins. Hins- vegar þarf allt að liter af donor- blóði til að framkvæma fullkomin blóðskipti. Slík blóðskipti tækju allt of langan tíma, væru hættu- leg barninu og því alls ekki hag- kvæm. Mikið hefir verið rætt hvað langur tími skuli fara í blóðskipt- in. Til eru þeir, sem vilja Ijúka þeim á 30—45 mínútum. Aðrir vilja að þau taki 3—4 klst. Bæði sjónarmið eru gölluð og meðal hófið er vafalaust bezt í þessu, eins og flestu öðru. Ef blóðskiptin eru gerð mjög hratt, er hætta á tvennu: 1) að barnið fái skyndilega hjartabilun með banvæiju lungnaoedema. 2) að bilirubin skiptin verði mjög ófullkomin. Þegar bili- rubin hækkar í blóði bams- ins síast það út í vefi líkam- ans, þar til komið er jafn- vægi á milli vefja og blóðs. Með hröðum blóðskiptum nemur maður á brott blóð- bilirubinið, en vefjabilirubin- ið situr eftir í líkamanum. Ef blóðskiptin eru á hinn bóg- inn gerð hægar, nær vefjabiliru- binið að síast aftur inn í blóðið jafnóðum og blóðbilirubinið er f jarlægt úf líkamanum, en með því móti má einnig fjarlægja vefja- bilirubinið. Gallinn við mjög löng blóðskipti er fyrst og fremst sá, að það er mikið álag fyrir nýfætt barn, að liggja bundið á skurðar- borði í 3—4 klst. Ég tel því að heppilegast sé, að blóðskiptin taki 1%-—2 klst. Á þann hátt er helzt möguleiki á því að njóta kostanna frá báðum ofangreindum sjónar- miðum og forðast eða a. m. k. fækka ókostunum. Gesturinn við frúna: Þetta er ljómandi fallegt barn, sem þér eigið þarna. Með leyfi að spyrja, hvaða ljósmóður notið þér. —o— Stundum er sagt að nýfædd börn varpi Ijósi yfir heimilið. Hvers- vegna? Jú, vegna þess að varla er hægt að slökkva ljósin alla nótt- ina. Prófessor Thorkild Rovsing (1862—1927) gekk stofugang á Ríkissjúkrahúsinu með hinn venju- lega skara af kandidötum og hjúkrunarkonum á á hælum sér. — Afsakið, hr. prófessor, sagði einn kandídatinn. Má ég leiða at- hygli yðar að því, að þér eruð með hitamæli bak við eyrað? — Guð minn góður, sagði próf- essorinn. Hvað er þá orðið af pennanum mínum?

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.