Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 19
LÆKNANBMINN 19 Lítið rabb um Ijóðagerð Með tölublaði þessu lýkur XII. ár- gangi Læknanemans, og mun því XIII. árgangur hefja göngu sína á öndverðu næsta ári. Ýmsum mun eflaust finnast lítið til- hlökkunarefni fyrir ritnefnd að eiga yfir höfði sér jafngeigvænlegan at- burð og útgáfu XIII. árgangs blaðsins, minnugir allra þeirra ógna og hindur- vitna, sem bundin eru við óhappatöluna þrettán. En hvað um það, eigi má sköp- um renna og því mun ritnefndin bíta á jaxiinn, bölva i hljóði og hella sér út i ritmennskuna, treystandi á guð og góða menn. En sem vér hugleiddum aldur Lækna- nemans, vaknaði forvitni vor um upp- haf hans og þroska frá fyrstu tíð. Því löbbuðum vér oss niður á Landsbóka- safn og báðum um það, sem til væri af blaðinu. Við athugun reyndist elzta blaðið, sem vér fengum, vera frá ár- inu 1949. Var það þannig merkt: LÆKNANEMINN IV. árg. Marz 1949 1. tbl. Ritnefnd blaðsins var þá skipuð þessum mönnum: Tryggva Þorsteinssyni, Egg- ert Jóhannessyni og Magnúsi Ágústs- syni. I ávarpsorðum ritnefndar segir meðal annars svo: ,,Á forsíðu þessa blaðs getur að líta rómverska tölu, sem gefur til kynna, að hér sé fjórði árgangur, fyrsta tölu. blað á ferðinni. 1 vissu tilliti er þetta rétt: Blaðið hefur komið út fjórum sinnum, eitt tölublað í hvert skipti, en þó eru liðin átta ár síðan fyrsta blaðið kom út. Það var fjölritað, svo og hin tvö, sem komið hafa síðan. Það er von, að manni verði á að spyrja: Hvers vegna erum við þá að basla við að gefa út blaðsnepil? Er nokkur grundvöllur fyr- ir málgagn læknanema ? Er nokkur áhugi innan deildarinnar á slíku brölti?“ Öllum þessum spurningum svarar rit- nefndin játandi og færir góð og gild rök að því, enda virðast það orð að sönnu, þegar þess er gætt, að blaðið hefur síðan komið út reglulega, oftast tvisvar til þrisvar á ári, um tíu ára skeið. Þegar farið er að fletta þessum gömlu blöðum Læknanemans, rekst les- andinn fljótt á ýmislegt skemmtilegt. Einna mest kom oss þó á óvart að rek- ast þar á tvö gamankvæði eftir Dr. Rusticus. Birtust þau í jan.—marz blaði V. árgangs, árið 1950. Að undanteknu litlu ljóði, sem birtist skömmu síðar, eru kvæði Dr. Rusticusar hin einu, sem komið hafa í blaðinu s. 1. áratug. Þar sem oss fundust kvæði Dr. Rus- ticusar skemmtileg - - þótt skáldskapur- inn sé ef til vill ekki alls staðar galla- laus — og ætla má, að fáir læknanem- ar, sem nú eru í deildinni hafi séð þau, tökum vér oss það bessaleyfi að birta þau hér í blaðinu í trausti þess, að Dr. Rusticus, sem nú er eflaust orðinn mik- ill og iæi’ður læknir, hafi ekkert á móti því. Þetjai• éy var héraðslœknir. Eitt sinn var ég uppi í sveit - enginn sýslunafnið veit — að lækna kýr og kerlingar og kvefmixtúru brugga í kar — það var aðalstarfið þar. Þar var ein þýzk í sömu sveit, þybbin vel og helst til feit. Einn daginn baðst hún þess af mér að ég tæki tönn úr sér, — bitte sehr! Næsta morgun klukkan níu nálgast sá ég þessa píu, kaffinu í hvelli kingdi, kom til dyra er bjallan hringdi. „Guten tag — hier bin ich, bitte, tak Sie zahn aus mich, ich habe voða mikinn verk, und Sie sind svo geysisterk." „Bitte treten Sie herein, og lass mich sjá det gamle Schwein.“ — Hún settist niðrí stólinn fast, svo sokkabandabeltið brast! Svo glennti hún ginið vel á gátt og gapti upp á þýzkan hátt. Ég kíkti inn og kvað við snjallt: „Kære fráulein den er galt.“ Því jaxlinn sneri mesialt! — „Ein wisdómszahn im munde sitzt wie ein þorn á rósakvist, es bleibt noch vieler vandi að draga hana heila að landi.“ „Ach, herr doktor,“ sagði hún, „was solle ich doch damit tun, um nachten weina ég og wæli, og bóndinn schlaft í sinu bæli!“

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.