Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 23

Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 23
LÆKNANEMINN 23 Innritun nýrra stúdenta og fjöldi í hverjum hluta. Á þessu hausti munu 27 stúdentar hafa innritast í læknadeild og einn þeirra mun þegar hafa verterað. Er þvi um 15 stúdentum færra innritaðir í haust og í fyrra heldur en var á undanförnum 10 árum. Ástæðan fyrir því er sennilega breytingar á reglugerð fyrir Háskóla Islands, sem gengu í gildi haustið 1958. Nú eru í I. hluta 115 II. hluta 35 III. hluta 40 Samtals 190 FUNDIR: Fyrsti fundur í Félagi Læknanema á þessum vetri var haldinn í I. kennslu- stofu 22. okt. og var vel sóttur. Gestur F.L. var Ólafur Jensson lækn- ir, sem er nýlega kominn heim frá fram- haldsnámi í Englandi. Flutti hann erindi, er hann nefndi: Megaloblastisk anaemia. Var erindið mjög ýtarlegt og fróðlegt, og gaf gott yfirlit yfir diagnostiskar framfarir á þessu sviði á síðustu árum. Á eftir voru rædd félagsmál og af- staða læknanema til kosninga í S.H.l. Miklar og heitar umræður urðu um þessi mál, og stóðu fram til kl. að ganga eitt um nóttina. Annar fundur á þessum vetri var hald- inn 2. nóv. s. 1. í I. kennslust. Gestur F.L. var Jón Oddgeir Jónsson, og sýndi hann fróðlega mynd um nýj- ustu aðferðir við lifgun úr dauðadái. Á eftir voru ræddar tillögur um út- hlutun viðbótarlána, er fjáröflunarnefnd læknanema útvegaði á sínum tíma. Læknanemar eru minntir á „Bóksölu stúdenta“ í háskólan- um. Þar munu fást allar þær bæk- ur, sem notaðar eru við kennslu í læknadeild. ■ ■ ■ ■ ■ Gott úrval af hjúkrunar- og snyrtivörum ■ ■ ■ ■ ■ APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsveg 1 — Stmi 19270

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.