Læknaneminn - 01.12.1959, Blaðsíða 14
LÆKNANEMINN
H
Skákþáttur.
Það kann að virðast undarlegt
en staðreynd er það engu að síð-
ur, að skákþáttur hefur að heita
má skipað sinn fasta sess í blaði
læknanema. Menn kynnu að velta
því fyrir sér, hvað skák og læknis-
fræði ættu í rauninni sameiginlegt,
og sennilega finna lítið jákvætt
í því efni, nema ef vera skyldi
það eitt, að við hvorutveggja þarf
mikla nákvæmni, rökrétta hugsun,
þrek og þolinmæði. En hvað er
ekki það, sem krefst alls þessa,
eigi góður og giftudrjúgur árang-
ur að nást? Miklu nær lægi að
benda á þann reginmun, sem felst
annarsvegar í vígum og mann-
drápum á skákborðinu og hins
vegar þeirri viðleitni og takmarki
læknisfræðinnar að auka og bæta
mönnum lífið. En sleppum þessari
fílósófíu. Hitt mun mála sannast,
að þeir ágætu menn og konur, sem
ritstýrt hafa blaði læknanema,
munu hafa minnst hins forn-
kveðna, að maðurinn lifi ekki á
brauði einu saman og þótt til-
hlýðilegt að hafa eitthvað af efni
blaðsins um annað en læknisfræði-
leg málefni og hagsmunamál
læknastúdenta.
Með þessum þætti verða manna-
skipti við þáttinn en hann hefur
nú um árabil verið í höndum
ágæts skákmanns í hópi lækna-
nema. Undirritaður, sem við tek-
ur, er hvorki skáksnillingur né
sérfróður maður á þessu sviði og
verður í því efni að biðja fyrir-
rennara sinn velvirðingar á því,
að honum skuli ekki hlotnast
verðugri arftaki. Ég mun ekki
hafa þann hátt á þeim skákþátt-
um, sem ég kem til með að sjá
um í blaðinu, að kenna væntanleg-
um lesendum byrjanir, endatöfl
eða hertækni í miðtafli. Kemur
þar hvortveggja til, að þekking er
af skornum skammti svo og hitt,
að seinvirkt yrði að koma slíkum
fræðum á framfæri á litlu rúmi
kannske þrívegis á ári hverju.
Hins er svo einnig vert að gæta,
að það að ætla sér að kanna stigu
skákarinnar (en manntaflið er nú
á sinn hátt orðið heil vísinda-
grein) og verða þar næsta alvit-
ur, krefst meiri tíma en lækna-
nemar geta með góðu móti komið
til með að hafa aflögu og væri því
næsta óráðlegt. Ég mun birta í
þáttunum skemmtilegar skákir
vegna endema svo og skákþraut-
ir en þær eru að mínu áliti mun
skemmtilegri dægradvöl en fimm-
mínútna-krossgátur og hugareikn-
ingsdæmi. Áður en ég sný mér að
þessu, ætla ég að fara nokkrum
orðum um þátt skákarinnar í fé-
lagslífi almennt svo og sér í lagi
Háskólastúdenta.
Það er alkunna. að skákiðkun
hefur færst mjög í aukana hér á
landi á síðustu árum. Veldur bar
mest um, að íslendingar hafa eign-
ast afburða skákmann, sem tví-
mælalaust er nú í hópi beztu skák-
manna heimsins. Heita má að öll
félög, sem hafa innan vébanda
sinna hóp æskufólks efni til skák-
móta í einhverri mynd á ári
hverju með mikilli og almennri
bátttöku og starfsemi taflfélaga
hefur færst mjög í aukana. Það
hefur svnt sig. að skákin er holl
og þroskandi tómstundaiðia. lik-
lee til bess að hafa góð áhrif og
halda mönnum frá ýmsu bví, sem
lítt er mannbætandi. Ég tel það vel
farið að gengi skákarinnar skuli
fara vaxandi í öllu félagslífi og
þáttur hennar þar aukast.
Félagslíf hér í Háskólanum hef-
ur tæplega verið með nokkrum