Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 14
u LÆKNANBMINN lenzkum læknum - lögum sam- kvæmt - skylt að fræða þá um getnaðarvarnir, sem til þeirra leita. Ekkert einfalt svar er til við þessari spumingu, því að það ráð, sem bezt gagnar einum aðila, er e.t.v. alls ekki hentugt þeim næsta. Nokkrar einfaldar reglur má þó hafa í huga. Á seinni árum hefur það í síauknum mæli orðið hlut- skipti konunnar að sjá um þenn- an þátt samlífsins, I hlut karl- mannsins koma nálega eingöngu tvær tegundir frjóvgunarvarna, ef svo má kalla, þ.e. coitus inter- ruptus og notkun gúmmíverja. Eins og athuganir hafa sýnt er fyrra ráðið mjög svikult, þ.e. ör- yggi vart meir en um 80-85%. Gúmmíverjur karlmanna hafa hins vegar allmikið öryggi í för með sér, u.þ.b. 98%. Algengast mun vera að slíkt ráð sé notað um styttri tíma í hjónaböndum, eða þegar konan getur ekki um tíma notað sínar venjulegu fi’jóvgunar- varnir af ýmsum ástæðum. Ráð, sem konum má helzt. gefa við núverandi aðstæður og mest örvggi gefa, eru þau, sem mest hefur verið rætt um hér að fram- anverðu. Pillan gefur mest öryggi, en lykkjan og pezzar koma þar næst á eftir. Önnur ráð, svo sem krem, töflur og fleira, eru enn siðri og ræði ég þau ekki nánar hér. Eins og sýnt hefur verið fram á, er pillan lang-mest notuð af ölhxm getní.'ðarvörnum hér á landi. Nokkur atriði verður að hafa í huga við notkun hennar. I pillunni eru kröftug hormónlvf, sem hafa ýmis fleiri áhrif á líkamann en beint til frjóvgunarvarna. Ekki er talið rétt að gefa ungum stúlkum - enn á vaxtarskeiði - pilluna, nema í einstaka tilfellxim um styttri tíma. Ýmsir vilja setja markið við 20 ára aldur, en aðrir við 18 ár. Þeim konum, sem pillan er gefin að staðaldri, er sjálfsagt að fylgjast með reglulega einu sinni til tvisvar á ári. Gildir hér það sama og xim önnur sterk lyf, að hömlulaus notkun, án þess að fylgzt sé með sjúklingi, er bein- línis röng. Konum, sem þola vel pilluna, og vel er fylgzt með, má vafalaust lofa að taka hana um nokkurra ára skeið í senn, t.d. 2-3 ár. Rétt mun þá að ráðleggja aðr- ar varnir, xxm tíma a.m.k. Hafa ber í huga að milli 10 og 15 af hundraði kvenna fá það miklar aukaverkanir af pillunni, að þær þola hana ekki, og verður þá að veita þeim konum aðra úrlausn. Hvað lykkjuna snertir, ber að hafa í huga eftirfarandi: Enn mun rétt að halda þeii’ri reglu að láta ekki konur, sem ekki hafa fætt a.m.k. 1-2 börn, fá lykkju. Án þess að nokkur skýring sé á því fengin, hafa menn veitt því athygli, að lykkjan bregzt helzt hjá þeim kon- um, sem fæst börnin hafa fætt, en tiltölulega sjaldan hjá þeim konum, sem fætt hafa 4-5 börn eða fleiri. Nauðsynlegt er að gera nákvæma rannsókn á konum áð- ur en lykkjan er látin upp, til þess að útiloka bólgur, æxli eða aðra kvilla. Að sjálfsögðu verður að gæta fyllsta hreinlætis og einung- is nota sótthreinsuð tæki, þegar lykkjan er sett upp. Þar sem lykkj- an er corpus alienum, er nauðsyn- legt að fylgjast með þeim konum reglulega, sem lykkjuna fá, a.m.k. árlega meðan lykkjan er höfð uppi. Þriðja ráðið, sem fyllilega held- ur velli í dag, þrátt fyrir fyrrnefnd tízkufyrirbæri, er pezzar - eða hettan. Hettan heldur enn velli, sem ein af beztu frjóvgunarvönxunum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.