Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 16
16 LÆKNANEMINN FRÁ RITSTJÓRN Á þessu hausti hefja fleiri stúdentar nám í læknadeild en dæmi eru til, eða tæpt hundrað. Aðsókn að deildinni hefur aukizt gífurlega undanfarin fimm ár. Til samanburðar skal nefnt, að árið 1963 var tala nýinnritaðra í kringum tuttugu. Strax árið eftir tvöfaldast þessi tala og vel það og hefur fjölgunin síðan vaxið jafnt og þétt. Athyglisvert er, að hlutfallstala þeirra, sem falla við upphafspróf þessi ár, er geysihá, oftast um fimmtíu af hundraði og stundum hærri. Hefur þetta umdeilda próf því sannarlega dugað deildinni vel í barátt- unni gegn offjölgun. Ekki þarf að fara i grafgötur með það, að fyrir- sjáanlegt er vandræðaástand í fyrsta hluta námsins strax næsta vor, ef að líkum lætur. Nægilegt er, að helmingur fyrstaársmanna sleppi í gegn, til að algert öngþveiti skapist á næsta ári. Vonlaust er, að allur þessi hópur fái viðunandi lestraraðstöðu, skipulag á kúrsusum fer vafalaust í einn óleysanlegan hnút og mun vart af leifa, að svo stór hópur fái lokið lögskipuðum kúrsusum á leyfilegum tíma, þegar í miðhluta kemur. Ólíklegt er, að prófessorar líti björtum augum til framtíðarinnar. Er nú öllum Ijóst orðið, að núverandi skipulag lækna- náms á Islandi er loksins svo rækilega sprungið utan af stúdenta- skaranum, að lengur verður ekki upp á það lappað. Ráðstafanir á borð við þær, að herða enn á kröfum við inngöngu í deildina eru kák eitt, sem engan vanda leysir. Upphafsprófið mun hafa þann tilgang helztan að binda sem fyrst enda á basl þeirra, sem af einhverjum orsökum standast ekki þær kröfur, sem gerðar eru til læknanema. Því er ætlað að vera prófsteinn á það, hvort viðkomandi stúdent sé líklegur til að ljúka námi á skikkanlegum tíma, eða hvort hann ætti hcldur að snúa sér að einhverju öðru, sem líklegra sé til árangurs. Að sjálfsögðu var til þess ætlazt, að menn létu sér úrskurð prófsins að kenningu verða og hypjuðu sig, ef dómurinn félli þeim í óhag. Eins og sést af hinni háu fallprósentu, eru margir kallaðir, en færri útvaldir til læknanáms. Mörgum finnst að vonum hart að gengið, þegar rúmur helmingur hins vonglaða hóps er stráfelldur á fyrsta vori og þar með óbeint vísað frá námi. Hverjum þykir sinn fugl fagur og vilja fáir una slíkum dómi. Vera má að fulllangt sé gengið við nið- urskurðinn, en ekki verður hjá þeirri staðreynd komizt, að síðan upp- hafsprófið kom til sögunnar, er fátítt, að menn falli síðar í náminu og undantekning, ef menn ljúka ekki námi. Hinu má heldur ekki gleyma að nokkrir, sem hrösuðu á prófinu í upphafi, eru samt orðnir læknar. Eins og að líkum lætur hefur sú skoðun orðið ofan á, að þetta próf sé per se þungt próf. Megi þannig skýra hina háu fallprósentu. Nær sanni mun þó, að til þess að spjara sig á svona prófi þurfi rétta tækni frekar en einhverja yfirnáttúrlega hæfileika. Má vera, að þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.