Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 29
LÆKNANEMINN 29 hún síðan fyrir vindi, jafnvel þús- undir km. Hérlendis hefur ösku- og vikurfall valdið miklum spjöll- um á undanförnum öldum. Skógareldareykur. Við hið mikla uppstreymi hitaðs lofts berast reykagnimar geysihátt og geta því dreifzt vítt um. Hættan á miklum skógareldum er ýmsu háð, t.d. trjágerðinni, raka trjánna, skip- an skóganna, loftslagi og vindátt. Enda þótt eldingar komi þeim oft af stað, mun reyndin víst sú, að ógætileg meðferð manna á eldi er þeim enginn eftirbátur. Loftsteinaryk. Stöðugt berst loftsteina- og geimryk inn í loft- hjúp jarðar. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að áætla, hve mikið sezt á jörðina árlega. Niðurstöðum ber ekki saman, sum- ar athuganir leiða getur að um 100-200 smál. á ári, en aðrar að rnn 200-800 smál. á dag. Þvermáls- ákvarðanir eru allt frá 5 p upp í 0,4 mm. Þá er komið að þeim mengunar- völdum, sem eru í manna höndum. Hlutur hinna fjögurra fyrst töldu er eins og vænta mátti allbreyti- legur innbyrðis eftir borgum. Sem dæmi má taka, að í París 1958 var áætlað, að um helmingur meng- unarinnar kæmi úr skorsteinum íbúðarhúsa, en afgangurinn skipt- ist jafnt milli verksmiðjureykháfa og útblástursröra ökutækja. Aftur á móti er hlutur ökutækja miklu meiri í borgum eins og Los Ange- les, þar sem voru um 3,5 milj. ökutækja árið 1960, og eyddu þau um 6,5 millj. gallóna eldsneytis á dag. íbúðarhúsa- og verksmiðjureyk- ur. Þar sem mengar úr þessum flokkum eru úrgangsefni brennslu, þá eru þeir fyrst og fremst háðir tveim atriðum: annars vegar gerð þess eldsneytis, sem notað er, og hins vegar hvemig það er brennt. Af þeim eldsneytum, sem notuð eru, innihalda kol og olíur alltaf eitthvað af brennisteini (stundum mælist allt að 4%). Við brunann myndast því brennisteinstvíoxíð, S02, sem sífellt berst upp í loftið yfir borgum. Það er litlaust. Síð- an ildast a.m.k. hluti þess í S03, sem svo verður brennisteinssýra, H.SO,. Hún helzt í loftinu í líki örlítilla dropa. Ef um væri að ræða fullkomna brennslu, kæmi enginn reykur, og lokaefni brennslu á kol- efnum og kolvatnsefnum yrðu C02 og H20. En þar eð brennsla, og þá sérstaklega kolakynding í heima- húsum, er aldrei algjör, þá berast kolmónoxíð og óbrunnin (eða rétt- ara sagt ófullkomlega brunnin) efni út í andrúmsloftið. Meðal þessara síðar töldu eru kolvatns- efni, sem hafa annað hvort verið fyrir í eldsneytinu, eða myndazt við tilurð pýrensambanda á meðan á brennslunni stóð. Sum þessara óbrunnu efna kallast „þungu“ óbruimu efnin, og eru það þau, sem mynda hinar ýmsu tegundir af sóti. Þau innifela hópinn al- ræmda, fjölbringa arómatísk kol- vatnsefnin, en þekktast þeirra er 3,4 - benzpýren (mynd 1). Úrgangsefni efnaiðnaðar. Þau eru vitaskuld mjög margvísleg og mengunin með þeim dável stað- bundin. Sem dæmi má nefna arsen- gufur frá málmsteypum, sem fást við arsen-innihaldandi málmgrýti og flúorgufur frá verksmiðjum, sem framleiða ál eða súner-fosföt. Útblástursloft ökutækja. Meng- un af þessum uppruna fer nú vax- andi um allan heim. Samsetningin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.