Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 40
J,0 LÆKNANEMINN Tarmútdráttur í efri gómi, hægra megin. sér í hauskúpu. Hana þarf hann til að geta rifjað upp anatomi tauganna, sem liggja að tönnun- um, gerð beinsins, sem umlykur þær og fjölda róta hinna ýmissu tanna. Ekki skal hefja tannút- drátt, fyrr en könnun hefur leitt í ljós, að tönn eða tennur, sem nema skal burt, séu vel deyfðar. Það hefur mörgum önnum köfn- um lækni og tannlækni orðið hált á því „at prove at gore pinen kort“ með því að rykkja tönninni út í einni svipan. Það endar oft- ast með því, að tönnin brotnar við kjálkabeinsbrúnina, og það getur tekið óratíma að ná burtu þeim rótum, sem sitja á kafi í kjálka- beininu og eru oft á tíðum vel fastar. Ég vík ekki frekar að deyfi- tækni hér, því ég tel víst, að Val- týr Bjarnason hafi séð vel fyrir þeim hluta, er að tannútdrætti lýtur. Önnur meginregla er að fara sér að engu óðslega, rifja upp með sjálfum sér rótarlögun og kjálka- beinsgerðina, áður en hafizt er handa. Þriðja atriðið er svo að velja þau verkfæri, sem bezt henta til aðgerðarinnar hverju sinni. I rauninni er nú ekki að öllu jöfnu um nema tvær tegundir tannút- dráttarverkfæra að ræða, tann- tengurnar og svonefnda tannlyft- ara. Notkun lyftara og tanga hvíl- ir á þeim forsendum, að margfalda má átakið á tönnina með þessum verkfærum, og um tanntöngina gildir sú regla, að kraftur hennar verður jafn mörgum sinnum meiri, sem handfangið er lengra en tannfangið. Tanntengur eru því alla jafna með löngu handfangi og stuttu tannfangi. Tengurnar eru mismunandi eftir því, hvort á að nota þær í efri eða neðri góm. Segja má, að á töngum, sem ætlaðar eru til notkunar í efri gómi, er tannfang- ið í beinu framhaldi af handfang- inu. Á töngum, sem notaðar eru við neðri góm, myndar tannfang- ið hins vegar 90 gráðu horn við handfangið. Tannfangið er mis- munandi að lögun, einkum þó brúnir þess, er grípa um tönnina. Tanntengur þær, er smíðaðar hafa verið á síðari árum, hafa verið nefndar anatomiskar tengur og er nafngiftin þannig til komin, að þær brúnir tangarinnar, sem grípa um tönnina, eru að lögun og fyrirferð líkar þeim hlutum tann- anna, sem gripið er um. Aftur á móti eiga tannfangsarmarnir að vera svo víðir, að þótt brúnir þeirra liggi þétt að tannhálsinum, eiga armarnir sjálfir ekki að snerta tannkrónuna. Sjúklingnum á að hagræða þannig, að lýsing og yfirlit yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.