Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 55

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 55
LÆKNANEMINN 55 fer sjúklingur í bað og þvær urogenital-svæðið rækilega með vatni og hexochlorophen- sápu. b) Sjúklingur kastar þvagi seint að kvöldi og eftir það neytir hann ekki matar og helzt ekki drykkjar, þar til sýni er tekið næsta morgun. c) Heppilegast er að 6 klst. líði frá því að þvagi er kastað og þar til sýni er tekið. Ekki má tími þessi vera minni en 4 klst. sé þess nokkur kostur. Um morguninn, áður en þvagsýni er tekið, er svæðið kringum urethraop þvegið með sápu og volgu vatni og þerrað með hreinni, helzt sterilli grisju. d) Þá kastar sjúklingur þvagi og er sýni tekið um leið í dauð- hreinsaðan plastbikar. Sýni- töku er hagað þannig, að ekki er tekið það þvag, sem fyrst kemur, heldur sem næst miðju eða síðari hluta þvagláta. Hæfilegt magn fyrir þessa rannsókn er 40—-60 ml. e) Plastbikarnum er síðan lokað vandlega, hann merktur og sendur strax til rannsóknar, eða sýnið kælt niður í + 4° C. Við það hitastig er hægt að geyma það í nokkra daga, án þess að sýklafjöldi breytist að ráði. Þannig er hægt að senda sýnið um langan veg (t. d. í hitaeinangrunarflösku). Þeg- ar um katheter-þvag er að ræða, gilda sömu reglur um kælingu og sendingartíma. Þær aðferðir við sýnitöku á þvagi, sem á undan er lýst, mið- ast við sýklatalningu með ræktun og almenna sýklarannsókn á þvagi. En einnig eru til efnafræðilegar aðferðir til þess að ákvarða með sæmilegri nákvæmni sýklafjölda í þvagi (t. d. uriglox-aðferðir). Yfirleitt þarf undirbúningur sjúklings fyrir sýnitökur slíkra rannsókna ekki að vera eins ná- kvæmur og þegar um ræktanir er að ræða. Próf þessi eru svo ein- föld, fljótleg og handhæg, að hægt er að gera þau strax eftir sýni- töku. Sé það ekki gert, þarf að sjálfsögðu að hindra vöxt sýkla í þvagi, eftir að sýni hefur verið tekið, með sömu aðferðum (kæl- ingu) eins og notaðar eru fyrir ræktun eða með öðrum aðferðum, sem henta því efnaprófi, sem gera skal. Af þeim sýklum, sem algengast er að finna í þvagi, eru í gramnegativa flokknum: b, coli, b. coli ærogenes, parcolon, pro- teus, pseudomonas pyocyanea. í gram-positiva flokknum: str. non- hæmolytikus, str. hæmolytikus fæcalis, staph. aur., staph. alb. Ýmis sýni. Hér að framan hefur verið lýst hinum algengustu sýnum, sem um er að ræða fyrir sýklarannsóknir. Um aðrar sjaldgæfari tegundir sýna gilda í grundvallaratriðum sömu reglur og að framan er lýst. Má þar nefna sýni, sem taka þarf til sýklarannsókna, þegar óeðli- legur vökvi safnast í ýmis hol- rúm líkamans, t. d. brjósthol, kviðarhol, gollurshús, liði, bursur o. fl. Þá eru sýni tekin með dauð- hreinsaðri sprautu og holnál. En áður en sýnitaka fer fram, þarf að hreinsa húð á stungusvæði og er heppilegast að gera það á þann hátt, að þvo svæðið með hexochlorophen-sápu og hreinsa það síðan með spritti og láta það þorna, áður en stungan er fram- kvæmd. Joðáburð má einnig nota, en síður kvikasilfursambönd (merthiolate), sem verka bakteríu- statiskt í litlum skömmtum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.