Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 39

Læknaneminn - 01.12.1968, Blaðsíða 39
LÆKNANEMINN 39 Próf. Jón Sigtryggsson: Um tannútdrátt Tannsjúkdómar munu vera al- gengastir sjúkdóma meðal menn- ingarþjóða. Er tíðni þeirra svo geigvænleg að nauðsyn hefur þótt að sérhæfa og þjálfa stétt mennta- manna til að reyna að hafa ein- hvern hemil á þessum ófögnuði, sem sífellt færist í aukana. Þar sem þróun heilbrigðismála er hvað bezt á veg komin, eru nú nærri því jafn margir tannlæknar og læknar. Þar sem svo er málum komið, koma tannsjúkdómar lítið til kasta lækna, en þar sem tannlæknaskort- ur er mikill, verður fólk oft að leita til lækna til að losna undan þeim þjáningum, sem tannsjúk- dómar valda oft á tíðum. Þá er sjaldan um annað að velja en að fjarlægja tönnina eða tennurnar, sem skemmdar eru. Þannig er ástandið hér á landi. Tannlæknaskortur og skipulags- leysi á starfsemi þeirra gerir það að verkum, að fólk þarf oft að leita til lækna í dreifbýlinu, því enginn kostur er að ná til réttra aðila. Það er því alls ekki út í hött, að læknar, sem setjast að á stöðum, þar sem enginn tann- læknir er fyrir, afli sér nokkrar þekkingar og þjálfunar í því, sem tíðast er nefnt tanndráttur eða tannútdráttur. Þegar ritstjórn Læknanemans fór þess á leit við mig, að ég færði í letur nokkrar leiðbeiningar um tannútdrátt, var sjálfsagt að bregðast vel við, en gallinn er bara sá, að þjálfunin skiptir þar svo miklu máli, að hætt er við, að það bókvit, sem að gagni mætti koma eftir lestur þessa pistils, verði næsta létt á metunum. Rétt mun að vísu að telja, að nokkur verk- lýsing sé fyrsta stig þess að geta unnið verkið sómasamlega. Annað stigið yrði þá að sýna á hvern hátt verkið yrði unnið á sem auðveld- astan og eðlilegastan hátt. Þriðja stigið yrði eigin reynsla, sem með vaxandi þekkingu og skilningi mótaði smám saman verkhæfni þess, sem í hlut á. Þó má minnast nokkurra atriða, sem læknir kynni að hafa gagn af, ef tannútdrátt ræki á fjörur hans. Forsendur tannlæknis fvrir tannútdrætti eru þær, að ógerlegt virðist að gera við tönnina, þann- ig að hún geti starfað eðlilega og hættulaust eiganda sínum. For- sendur lækna munu hins vegar oftast vera tannpína, eða sjúk- dómar í umhverfi tannanna, er gera þær óstarfhæfar og jafnvel hættulegar heilsufari. Hér fara á eftir nokkur heil- ræði, sem oft og tíðum hafa reynzt mér vel á löngum starfs- ferli sem tannlæknir, og sem kynnu að geta komið lækni að ein- hverju gagni. Fyrst og fremst ráðlegg ég ung- um lækni, sem er á förum í hérað — þar sem stundum virðist sem allt að helmingur handlæknisað- gerða sé tannútdrátur — að ná
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.