Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 16
ur innan miðstjórnar og þingflokks, en ég skal eng-
an dóm á það leggja, hvort kosningafrestunin hafi
verið réttmæt eða eðlileg, en hvort sem svo hefir
verið eða ekki er í sjálfu sér aukaatriði úr því sem
komið er, — en ég vildi aðeins rekja aðdraganda
þessa máls.
Skömmu eftir að kosningafrestunin hafði verið'
samþykkt, komu fram tillögur, sérstaklega frá
Framsóknarflokknum, um sérstakan launaskatt.
Þegar í öndverðu er þessar tillögur komu fram,.
lagðist fulltrúi Alþýðuflokksins í ríkisstjórninni
gegn þeim mjög eindregið, en fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hnigu að lokum, um skeið, til samkomu-
lags við fulltrúa Framsóknarflokksins um lögfest-
ingu slíks launaskatts. Um þetta mál urðu allhörð
átök á alþingi vorið 1941, en svo fór að lokum sök-
um harðrar og einbeittrar andstöðu Alþýðuflokks-
ins, að launaskatturinn var ekki samþykktur, en í
stað þess lög, er heimiluðu ríkisstjórninni að gera
ýmsar ráðstafanir til þess að draga úr og halda niðri
dýrtíðinni, og afla fjár til ríkissjóðs í þessu skyni.
En einmitt á þess alþingi var mikið rætt um dýr-
tíðarmálin og hafði Alþýðuflokkurinn fyrir sitt leyti
lagt fram ítarlegt frumvarp um það efni, sem var í
fullkomnu samræmi við ályktanir þær, er sam-
þykktar voru á flokkþinginu haustið 1940. Fjallaði
frumvarpið bæði um það, að herða mjög á öllu verð-
lagseftirliti og láta það ná til innlendra vara, og
ennfremur að leggja það í hendur eins og sama að-
ilans. Þá var ætlast til að afnumdir yrðu tollar á
nauðsynjavörum, að sérstakt eftirlit yrði með farm-
14