Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 17

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 17
gjöldum til þess að fá þau lækkuð, og loks að afla fjár í ríkissjóð til þess að halda niðri verðlaginu í íandinu. Þetta frumvarp Alþýðuflokksins náði þó ekki samþykki þingsins, því að báðir hinir höfuðflokk- arnir, Sjálfstæðisfloklcurinn og Framsóknarflokkur- inn, voru því andvígir. En í stað þess voru sett. heimildarlög þau, er að framan getur, eftir að hindr- að hafði verið fyrir atbeina Alþýðuflokksins, að lög- leiddur væri mjög óréttlátur skattur á launafólki í landinu. Því miður varð sú raunin á, að heimildarlögin um ýmsar ráðstafanir til þess að hindra og draga úr dýr- tíðinni, urðu aldrei framkvæmd, og olli því að mestu andstaða Sjálfstæðismanna gegn höfuðatriði laganna, og reyndist ríkisstjórnin því ómegnug þess að framkvæma það, sem alþingi hafði þó fyrir hana lagt. Sýnir saga þessa máls, betur en flest ann- að, hve ólík voru sjónarmiðin innan samstjórnar- innar, þegar til kastanna kom um þýðingarmiklar ráðstafanir í dýrtíðarmálunum. Tvennt kom einkum berlega í ljós: að Sjálfstæðisflokkurinn vildi hlífa stríðsgróðamönnunum og hindra að hömlur væru settar á hækkun stríðsfarmgjaldanna, en tollar eft- irgefnir, að Framsóknarflokkurinn fékkst ekki til þess fyrir sitt leyti, að gera neinar þær ráðstafanir, sem til þess gætu orðið, að halda í hóflegu verði innlendu framleiðsluvörunum, sem seldar voru til neyzlu í landinu, og nota ef á þyrfti að halda fé úr ríkissjóði til þess að bæta framleiðendum verðmis- muninn. En fulltrúi Alþýðuflokksins í ríkisstjórn- 15

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.