Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 26

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Page 26
manna hans í aríkisstjórninni, a-ð meirihluti sá, sero að útgáfu bráðabirgðalaganna stendur, væri reiðu- búinn til þess að láta ágreininginn um þau varða samvinnuslitum. Kröfu fulltrúa Alþýðuflo'kksins um að kalla Al- þingi tafarlaust saman út af þess máli í stað þess að setja um það bráðabirgðalög, var og þverlega neitað. Framsóknar. og Sjálfstæðisflokkurinn hafa með útgáfu bráðabirgðalaganna og öllum starfsaðferð- um í sambandi við setningu þeirra, svo sem með misnotkun ríkisútvarpsins á óvægilegan hátt, rofið samstarfig og beitt Alþýðuflokkinn órétti. Af framangreindum ástæðum lýsir miðstjórn og þingmenn Alþýðuflokksins yfir því, að samstarf flokksins um ríkisstjórn er lokið, og samþykkir að ráðherra flokksins beiðist lausnar. Jafnframt lýsir Alþýðuflokkurinn yfir eindreginni andstöðu við' n'kisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. Hann mun á grundvelli laga, lýðræðis og þingræðis beita sér ákveðið fyrir afnámi bráðabirgðalaganna og styðja á allar löglegan hátt málstað þeirra iaun- þega, sem lögin bitna á.“ Með þessu var samstjórninni lokið, og var það í rauninni ekki fyrr en vænta mátti eftir allt, sem á undan var gengið, þar sem ekki hafði náðst neitt samkomulag innan ríkisstjórnarinar um skattamál- in, framkvæmdir til að hindra dýrtíðina og verð- bólguna, þrátt fyrir ákveðnar tillögur Alþýðuflokks- ins í þá átt. 24

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.