Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 32

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Síða 32
gegnt trúnaðarstörfum og verið í framboðum fyrir flokkinn að undanförnu. Hlaut Alþýðuflokkurinn því a. m. k. um stundarsakir að gjalda nokkurt af- hroð vegna þessa viðburðar, og hafði alltaf verið við því búizt, að það myndi ekki vinnast upp að íullu í þessum kosningum, er fram hafa farið í sumar. Eg mun ekki að öðru leyti rekja ástæður þær, sem Jiggja kunna til kosnlngaúrslitanna, því að fáir munu geta með sanni sagt hverjar þær eru, þótt vitað sé, að allmikil óánægja var ríkjandi meðal flokksmanna, einkum þegar á leið, vegna samstjórn- arinnar, sem Alþýðuflokkurinn tók þátt í, enda var það í sjálfu sér ekki að undra, eins og framkoma samstarfsflokkanna var í garð Alþýðuflokksins og málefna hans. Að þessum alþingiskosningum afstöðnum var al- þingi kvatt saman eins og ráðgert hafði verið* og stjórnarskrárbreytingin endanlega samþykkt, og nýjar kosningar ákveðnar. Þær fóru síðan fram 18. og 19. október s.l. í þeim kosningum fékk Alþýðu- flokkurinn rétt um 8500 atkvæði og sjö menn kjörna á alþing. Mátti segja að flokkurinn stæði í stað, mið- að við kosningarnar þremur mánuðum áður, enda var vart við öðru að búast úr því sem komið var, og ekki sízt fyrir þá sök, að kommúnistum hafði mjög aulcizt fylgi, einkum í kaupstöðunum — ekki minnst í Reykjavík — og gera mátti ráð fyrir að sú alda,. sem risið hafði til stuðnings þeim flokki í kosning- unum 5. júlí, myndi hafa áhrif á kosningarnar 18.. og 19. október. 30

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.