Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 50

Þingtíðindi Alþýðuflokksins - 20.11.1942, Side 50
d. Skyldusparnaði sé komið á og almenningi tryggð- ir hæfilegir vextir af skyldusparifé. Undanþegnar skyldusparnaði séu tekjur, sem varið er til að greiða ákveðnar skuldir. Ensn fremur séu undan- þegnar tekjur upp að vissu marki, er miðað sé við ómagafjölda_ III. Kjör launþega og bænda. a. Unnið sé að því, að kaupgjald verði samræmt um allt land með samningum við verkalýðsfélög- in og komið á allsherjarsamningum um kaup og kjör launþega. Sé við þá samninga höfð hliðsjón af þeirri aukningu þjóðarteknanna, sem átt hefir sér stað síðan stríðið hófst. Full dýrtíðaruppbót sé greidd á kaupið. Verðlag á innlendum landbúnaðarafurðum sé ákveðið eftir fyrirfram ákveðinni vísitölu, er fundin sé á þann hátt, að verðlagið 1939 sé lagt til grundvallar, að viðbættri þeirri hækkun, að bænd- ur fái samsvarandi kjarabætur og launþegar, miðað við sama tíma. b. Vinnuaflið í landinu sé skipulagt með samkomu- lagi við verkalýðssamtökin og með allsherjarvinnu- miðlun til þess að tryggja sem bezta hagnýtingu þess við nauðsynlega framleiðslu og framkvæmdir. IV. Trygging atvinnunnar. a. Verulegur hluti af tekjum hins opinbera sé lagður til hliðar í því skyni að verja honum til fyrirfram ákveðinna opinberra framkvæmda og fyrirtækja að 48

x

Þingtíðindi Alþýðuflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðuflokksins
https://timarit.is/publication/1889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.